Síþreyta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekki skal rugla síþreytu við drómasýki eða svefnsýki.

Síþreyta (stundum kallað síþreytuheilkenni, síþreytufár, eða væg heilabólga; á ensku: chronic fatigue syndrome eða myalgic encephalomyelitis) er sjúkdómur sem einkennist af langvarandi þreytu og máttleysi, ásamt öðrum einkennum sem draga úr getu fólks til að inna af hendi hversdagsleg verk.[1][2] Líkamleg og andleg áreynsla leiðir til versnunar einkenna.[3] Sjúkdómurinn getur komið fram skyndilega eða smám saman. Ekki er vitað af hverju sjúkdómurinn orsakast.

Sjúklingar hafa skerta virkni. Sumir ná að lifa nærri því eðlilegu lífi, aðrir eru rúmliggjandi flesta daga.[4] Fæstir geta sinnt vinnu, skóla, eða fjölskyldu í meira en nokkrar klukkustundir í senn.[5] Sumir eru óvinnufærir vegna verkja. Flestir eiga erfitt með mikla líkamlega áreynslu[6] og bæði líkamleg og andleg áreynsla á það til að valda mikilli versnun einkenna, sem getur varað í nokkra daga. Einkenni koma oft í bylgjum, og þegar sjúklingum líður vel eiga þeir það til að reyna of mikið á sig, sem leiðir til þess að þeim versnar aftur.[7] Svefnvandamál eru algeng. Önnur einkenni geta verið: verkir í vöðvum, liðum, og höfði; hálsbólga og sárir hálseitlar; heilkenni ristilertingar (irritable bowel syndrome); nætursviti; og viðkvæmni fyrir mat, lykt, og hávaða.[3] Hugsanir sjúklinga verða oft þokukenndar. Sjúklingar ná ekki að halda athygli lengi, þeir hafa skert minni, og hægari viðbrögð. Skynjun og rökhugsun er ekki skert.[8]

Orsök síþreytu er ekki þekkt. Rannsakendur beina sjónum sínum að smitsjúkdómum, líffræði, erfðafræði, og sálrænum ástæðum, sem allt eru taldar vera mögulegar orsakir.[9][10] Ekki er til neitt greiningarpróf fyrir síþreytu og fæst greining því með því að meta einkenni sjúklingsins.[11] Þreytan er ekki vegna áreynslu og hún linast ekki mikið af hvíld. Þó að ýmsir sjúkdómar geti valdið þreytu, þá er óalgengt að sjá þessa miklu óútskýrðu þreytu og virkniskerðingu sem kemur fram í síþreytu. Veirusýking er stór áhættuþáttur fyrir síþreytu, 22% þeirra sem fá einkirningasótt eru með síþreytu 6 mánuðum síðar.[12]

Ekki er til lækning við síþreytu og sjaldgæft er að fólk nái sér alveg.[13] Einungis er hægt að meðhöndla einkennin.[14][15] Hugræn atferlismeðferð og væg hreyfing getur verið gagnleg fyrir suma[14][16][17] en gera einkennin verri hjá öðrum.[18][19]

Á bilinu 0,007% til 3% fullorðinna eru með síþreytu.[20][21] Síþreyta er algengust meðal fólks á bilinu 40 til 60 ára og er aðeins algengari í konum en körlum.[22] 25% sjúklinga geta lítið farið út úr húsi eða eru rúmliggjandi í langan tíma, oft áratugum saman.[23] Áætlað er að 75% sjúklinga séu óvinnufærir.[24]

Mælt er með því að þeir sem sýna einkenni síþreytu leiti til læknis til að útiloka ýmsa sjúkdóma sem geta sýnt svipuð einkenni: Lyme-sjúkdóm, svefnvandamál, þunglyndi, áfengis- og lyfjamisnotkun, sykursýki, vanvirkan skjaldkirtil, rauða úlfa, langvinna lifrarbólgu, og krabbamein.[25]

Söngkonan Cher fékk síþreytu í kjölfar einkirningasóttar árið 1992 og þurfti að hætta í tónlistarbransanum um skeið.[26][27]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Guideline 53: Chronic fatigue syndrome/myalgic encephalomyelitis (or encephalopathy). London: National Institute for Health and Clinical Excellence. 2007. ISBN 978-1-84629-453-2.
 2. Evengård B, Schacterle RS, Komaroff AL; Schacterle; Komaroff (Nov 1999). „Chronic fatigue syndrome: new insights and old ignorance“. Journal of Internal Medicine. 246 (5): 455–469. doi:10.1046/j.1365-2796.1999.00513.x. PMID 10583715. Sótt 21. október 2009.[óvirkur tengill]
 3. 3,0 3,1 „Symptoms Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome (ME/CFS)“. www.cdc.gov (bandarísk enska). 14. júlí 2017. Sótt 19. október 2017.
 4. Ross SD, Estok RP, Frame D, Stone LR, Ludensky V, Levine CB; Estok; Frame; Stone; Ludensky; Levine (2004). „Disability and chronic fatigue syndrome: a focus on function“. Arch Intern Med. 164 (10): 1098–107. doi:10.1001/archinte.164.10.1098. PMID 15159267.
 5. „Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Symptoms“. Centers for Disease Control and Prevention. 14. maí 2012. Sótt 23. september 2012.
 6. McCully KK, Sisto SA, Natelson BH; Sisto; Natelson (1996). „Use of exercise for treatment of chronic fatigue syndrome“. Sports Med. 21 (1): 35–48. doi:10.2165/00007256-199621010-00004. PMID 8771284.
 7. „Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Symptoms“. Centers for Disease Control and Prevention. 14. maí 2012. Sótt 23. september 2012.
 8. Cockshell SJ, Mathias JL; Mathias (janúar 2010). „Cognitive functioning in chronic fatigue syndrome: a meta-analysis“. Psychol Med. 40 (8): 1–15. doi:10.1017/S0033291709992054. PMID 20047703.
 9. „Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome“. Centers for Disease Control and Prevention. 3. júlí 2017. Sótt 28. nóvember 2017.
 10. Afari N, Buchwald D; Buchwald (2003). „Chronic fatigue syndrome: a review“. Am J Psychiatry. 160 (2): 221–36. doi:10.1176/appi.ajp.160.2.221. PMID 12562565.
 11. Smith ME, Haney E, McDonagh M, Pappas M, Daeges M, Wasson N, Fu R, Nelson HD (2015). „Treatment of Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome: A Systematic Review for a National Institutes of Health Pathways to Prevention Workshop“. Ann. Intern. Med. (Systematic review). 162 (12): 841–50. doi:10.7326/M15-0114. PMID 26075755.
 12. Cleare, Anthony J. (mars 2004). „The HPA axis and the genesis of chronic fatigue syndrome“. Trends in Endocrinology & Metabolism. 15 (2): 55–59. doi:10.1016/j.tem.2003.12.002. PMID 15036250.
 13. Van Cauwenbergh D1, De Kooning M, Ickmans K, Nijs J. (2012). „How to exercise people with chronic fatigue syndrome: evidence-based practice guidelines“. Eur J Clin Invest. 42 (10): 1136–4. doi:10.1111/j.1365-2362.2012.02701.x. PMID 22725992.
 14. 14,0 14,1 „Treatment | Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome (ME/CFS)“. www.cdc.gov. 30. maí 2017. Sótt 12. júlí 2017.
 15. Chronic fatigue syndrome/myalgic encephalomyelitis (or encephalopathy): diagnosis and management. London: National Institute for Health and Clinical Excellence. 2017.
 16. Smith ME, Haney E, McDonagh M, Pappas M, Daeges M, Wasson N, Fu R, Nelson HD (2015). „Treatment of Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome: A Systematic Review for a National Institutes of Health Pathways to Prevention Workshop“. Ann. Intern. Med. (Systematic review). 162 (12): 841–50. doi:10.7326/M15-0114. PMID 26075755.
 17. Larun, L; Brurberg, KG; Odgaard-Jensen, J; Price, JR (25. apríl 2017). „Exercise therapy for chronic fatigue syndrome“. The Cochrane Database of Systematic Reviews. 4: CD003200. doi:10.1002/14651858.CD003200.pub7. PMID 28444695.
 18. Trial by Error: The Troubling Case of the PACE Chronic Fatigue Syndrome Study. David Tuller.
 19. Elgot, Jessica (18. október 2015), „Chronic fatigue patients criticise study that says exercise can help“, The Guardian, sótt 20. júní 2018
 20. Afari N, Buchwald D; Buchwald (2003). „Chronic fatigue syndrome: a review“. Am J Psychiatry. 160 (2): 221–36. doi:10.1176/appi.ajp.160.2.221. PMID 12562565.
 21. Ranjith G (2005). „Epidemiology of chronic fatigue syndrome“. Occup Med (Lond). 55 (1): 13–29. doi:10.1093/occmed/kqi012. PMID 15699086.
 22. „Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome“. Centers for Disease Control and Prevention. 3. júlí 2017. Sótt 28. nóvember 2017.
 23. „CDC — What is ME/CFS?“. Cdc.gov. 14. júlí 2017. Sótt 26. september 2017.
 24. „CDC Public Health Grand Rounds: Clinical Presentation of Chronic Fatigue Syndrome“. Cdc.gov. Sótt 26. september 2017.
 25. „CDC, Chronic Fatigue Syndrome (CFS), Making a Diagnosis“ (PDF). Cdc.gov. Sótt 28. janúar 2011.
 26. Lisman SR; Dougherty K (2007). Chronic Fatigue Syndrome For Dummies. John Wiley & Sons. bls. 297–302. ISBN 978-0-470-11772-9.
 27. „Interview with Cher“. BBC.co.uk. 5. nóvember 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2008. Sótt 16. október 2007.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.