Renato Dulbecco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífvísindi
20. öld
Nafn: Renato Dulbecco
Fæddur: 22. febrúar 1914 í Catanzaro á Ítalíu
Látinn 19. febrúar 2012 (97 ára) í La Jolla í Kaliforníu
Svið: Veirufræði
Markverðar
uppgötvanir:
Víxlriti (e. reverse transcriptase) og hlutverk hans í sýkingu veira og krabbameinsmyndun af völdum þeirra.
Alma mater: Háskólinn í Tórínó
Helstu
vinnustaðir:
Caltech
Salk stofnunin
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 1975
Selman A. Waksman verðlaunin 1974

Renato Dulbecco (fæddur 22. febrúar 1914, dáinn 19. febrúar 2012) var ítalskur veirufræðingur sem fluttist til Bandaríkjanna og bjó þar og starfaði lengstan hluta starfsævinnar. Hann var þekktastur fyrir rannsóknir sínar á æxlisveirum og þætti þeirra í krabbameinsmyndun í dýrum, sem unnar voru í samstarfi við Howard Temin og David Baltimore, en þeir deildu Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði fyrir uppgötvun sína á ensíminu víxlrita („reverse transkriptasa“) og hlutverki þess sýkingu og krabbameinsmyndun.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.