Jónas frá Hriflu
Jónas frá Hriflu | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dóms- og kirkjumálaráðherra | |||||||||||||
Í embætti 28. ágúst 1927 – 20. apríl 1931 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Tryggvi Þórhallsson | ||||||||||||
Forveri | Magnús Guðmundsson | ||||||||||||
Eftirmaður | Tryggvi Þórhallsson | ||||||||||||
Í embætti 20. ágúst 1931 – 3. júní 1932 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Tryggvi Þórhallsson | ||||||||||||
Forveri | Tryggvi Þórhallsson | ||||||||||||
Eftirmaður | Magnús Guðmundsson | ||||||||||||
Formaður Framsóknarflokksins | |||||||||||||
Í embætti 1934–1944 | |||||||||||||
Forveri | Sigurður Kristinsson | ||||||||||||
Eftirmaður | Hermann Jónasson | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 1. maí 1885 Hriflu í Bárðardal, Íslandi | ||||||||||||
Látinn | 19. júlí 1968 (83 ára) Reykjavík, Íslandi | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Framsóknarflokkurinn | ||||||||||||
Maki | Guðrún Stefánsdóttir (g. 1912) | ||||||||||||
Börn | 2 | ||||||||||||
Háskóli | Lýðháskólinn í Askov Kennaraháskólinn í Kaupmannahöfn | ||||||||||||
Starf | Stjórnmálamaður | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Jónas Jónsson (fæddur á Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, 1. maí 1885, dáinn í Reykjavík 19. júlí 1968), oftast kenndur við fæðingarstaðinn og nefndur Jónas frá Hriflu, var íslenskur stjórnmálamaður sem naut mikilla áhrifa í íslensku þjóðfélagslífi á fjórða og fimmta áratugnum. Jónas var formaður Framsóknarflokksins í tíu ár og dóms- og kirkjumálaráðherra 1927—1932. Jónas var mjög umdeildur maður á sinni tíð.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Jónas stundaði nám við Möðruvallaskóla og er sagt að þar hafi forystuhæfileikar hans komið í ljós fyrir alvöru. Hann sótti um inngöngu í Latínuskólann í Reykjavík árið 1905, en hann hafði átt í miklum bréfasamskiptum við skólapilta í Framtíðinni og taldi sig loksins hafa safnað nægum fjármunum til að standa straum af skólagöngunni. Skemmst er frá því að segja að rektor skólans, Steingrímur Thorsteinsson, hafnaði umsókninni á þeirri forsendu að Jónas væri of gamall.
Jónas safnaði þá styrkjum til náms við lýðháskólann í Askov í Danmörku og hélt síðan til Englands og nam við Ruskin College í Oxford. Sá skóli var rekinn af bresku samvinnuhreyfingunni og verkalýðshreyfingunni og má segja að hann sé fyrsti verkamannaháskólinn í heimi. Jónas hafði frá blautu barnsbeini verið mikill áhugamaður um ensku og taldi sig því slá tvær flugur í einu höggi með því að fara þangað; hann lærði ensku og kynntist nýjum straumum.
Eftir nám - Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Við komuna heim til Íslands árið 1909 snerist hann gegn nýríkum Íslendingum. Stuttu eftir komuna hóf hann afskipti af stjórnmálum og varð landskjörinn þingmaður árið 1922 og dómsmálaráðherra 1927. Hann hafði þó verið viðloðandi stjórnmál mun lengur og er hann talinn hafa verið sá sem ruddi nýrri flokkaskipan braut í landinu og þannig riðlað gamla valdahlutfallinu í landinu. Þá tók hann sem dómsmálaráðherra margar óvinsælar ákvarðanir og spunnust af miklar deilur. Ber þar helst að nefna læknadeiluna, fimmtardómsfrumvarpið og Íslandsbankamálið.
Jónas sat á Alþingi frá 1922 til 1949 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var dóms- og kirkjumálaráðherra 1927—1932.
Jónas var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1934-1944.
Önnur störf
[breyta | breyta frumkóða]Jónas skrifaði mikið, bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit einkum um alls konar þjóðfélagsmál ekki síst um samvinnumál. Hann var ötull hvatamaður að stofnun Menntaskólans að Laugarvatni og færði skólanum hvítbláann að gjöf.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Jörðin Hrifla, sem Jónas er kenndur við, var talin einhver rýrasta jörð sveitarinnar og til að bæta gráu ofan á svart var þar gestanauð mikil og þess vegna ólst Jónas upp við sárustu fátækt, enda tíðkaðist ekki á þeim tímum að gestir greiddu veittan beina. Gat það orðið verulega útlátasamt fyrir þá sem í alfaraleið bjuggu.
- Árið 1941 fluttu Jónas og fjölskylda hans í nýtt og veglegt íbúðarhús að Hávallagötu 24, sem nefnt var Hamragarðar. Húsið var gjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga til síns gamla foringja, en Jónas var um árabil skólastjóri Samvinnuskólans.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirrennari: Sigurður Kristinsson |
|
Eftirmaður: Hermann Jónasson |