Fara í innihald

Möðruvallaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Möðruvallaskóli var gagnfræðaskóli sem stofnaður var á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1880. Þegar skólahúsið brann árið 1902 var skólinn fluttur til Akureyrar og var eftir það nefndur Gagnfræðaskólinn á Akureyri sem seinna varð að Menntaskólanum á Akureyri. Þegar Hólaskóli sem starfað hafði á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 var lagður niður með konungsbréfi árið 1802 hófst barátta Norðlendinga fyrir því að skóli væri endurreistur á Norðurlandi og var það gert með stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880.