Jón Sigurðsson (f. 1946)
- Þessi grein fjallar um ráðherra Framsóknarflokksins. Fyrir ráðherra Alþýðuflokksins má sjá Jón Sigurðsson (f. 1941). Fyrir aðra má sjá aðgreiningarsíðuna.
Jón Sigurðsson (fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi, 23. ágúst 1946; látinn 10. september 2021) var formaður Framsóknarflokks og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands utan þings. Hann var kjörinn formaður flokksins í kjölfar afsagnar Halldórs Ásgrímssonar sumarið 2006, en sagði svo sjálfur af sér 23. maí 2007 í kjölfar slæmrar útkomu flokksins í Alþingiskosningunum 12. maí 2007 þar sem hann náði ekki kjöri.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Jón útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands og sem sagnfræðingur og íslenskufræðingur með BA frá Háskóla Íslands 1969. MA (1988) og PhD (1990) í menntunarfræði frá CPU-háskólanum (Columbia Pacific University) í Kaliforníu í Bandaríkjunum, og MBA í rekstrarhagfræði (1993) frá National University í San Diego í Kaliforníu.
Jón vann ýmis störf, m.a. kennt við menntaskóla og háskóla, var rektor Samvinnuskólans á Bifröst, sat í stjórnum fyrirtækja, fjölmörgum nefndum og skrifaði bækur. Hann sat sem bankastjóri í Seðlabanka Íslands 2003-2006.
Jón lést úr krabbameini árið 2021.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Róbert Jóhannsson (10. september 2021). „Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, látinn“. RÚV. Sótt 11. september 2021.
Fyrirrennari: Valgerður Sverrisdóttir |
|
Eftirmaður: Össur Skarphéðinsson | |||
Fyrirrennari: Valgerður Sverrisdóttir |
|
Eftirmaður: Björgvin G. Sigurðsson | |||
Fyrirrennari: Halldór Ásgrímsson |
|
Eftirmaður: Guðni Ágústsson |