James Harden
![]() Harden með Brooklyn Nets árið 2022 | |
Nr. 1 – Los Angeles Clippers | |
---|---|
Leikstaða | Bakvörður |
Deild | NBA |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæðingardagur | 26. ágúst 1989 Los Angeles, Kalifornía, Bandaríkin |
Hæð | 6 ft 5 in (1,96 m) |
Þyngd | 220 lb (100 kg) |
Körfuboltaferill | |
Háskóli | Arizona State (2007–2009) |
Landslið | ![]() |
Nýliðaval NBA | 2009: 1. umferð, 3. valréttur |
Valin af Oklahoma City Thunder | |
Leikferill | 2009–nú |
Liðsferill | |
2009–2012 | Oklahoma City Thunder |
2012–2021 | Houston Rockets |
2021–2022 | Brooklyn Nets |
2022–2023 | Philadelphia 76ers |
2023–nú | Los Angeles Clippers |
Tölfræði á NBA.com | |
Tölfræði á Basketball Reference |
James Harden er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Clippers í NBA-deildinni.[1]
Harden var valinn í 3. vali árið 2009 af Oklahoma City Thunder frá Arizona State háskólanum. Árið 2012 komst hann með liðinu í NBA úrslit en tapaði fyrir Miami Heat. Harden var valinn valinn MVP árin 2018 og 2019; besti leikmaður deildarinnar og varð þriðji Houston leikmaðurinn til að verða það (á eftir Moses Malone og Hakeem Olajuwon).[1]
Í byrjun árs 2019 skoraði hann meira en 30 stig í meira en 32 leikjum í röð, en aðeins Wilt Chamberlain hefur lengri óslitna leikjaröð. Einnig varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora meira en 30 stig gegn hinum 29 liðunum í deildinni. Hann er í 19. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi og er í 2. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur frá. Tíu sinnum hefur Harden verið valinn í All Star-liðið.[1]
Í upphafi árs 2021 fór hann til Brooklyn Nets og hitti þar fyrir Kevin Durant sem spilaði með honum í Oklahoma. Ári síðar hélt hann til Philadelphia 76ers.[1]
Harden hefur tvívegis unnið gull með bandaríska landsliðinu: Árið 2012 á Ólympíuleikunum og 2014 á HM í körfubolta.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „James Harden“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. jan. 2019.