Fara í innihald

Hermanníus E. Johnson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hermanníus E. Jónsson)

Hermanníus Elías Johnson (17. desember 18252. apríl 1894) var íslenskur lögfræðingur, sýslumaður Rangæinga og um tíma landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík.

Hermanníus var fæddur á Ísafirði, sonur Jóns Jónssonar verslunarstjóra þar og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur. Hann skrifaði sig jafnan Johnson. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum 1849 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1856. Árið 1858 varð hann málflutningsmaður við yfirréttinn. Hann var landfógeti og jafnframt bæjarfógeti í Reykjavík frá 1859 til 1861 en þá varð hann sýslumaður í Rangárvallasýslu og gegndi því embætti í 29 ár en fékk lausn árið 1890. Hann bjó allan sinn sýslumannsferil á Velli og dó þar.

Hermanníus þótti friðsæll og farsæll í starfi. Kona hans var Ingunn Halldórsdóttir og áttu þau sex börn sem jafnan skrifuðu sig Hermannsbörn. Einn sona þeirra var Halldór Hermannsson, bókavörður við Fiske-bókasafnið við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Mannalát. Skírnir, 69. árgangur, 1894“.