Genúasegl
Útlit
(Endurbeint frá Genúafokka)
Genúasegl, genúa eða genúafokka er stórt stagsegl sem er notað á slúppum og er stærra en venjuleg fokka sem er aldrei stærri en þríhyrningurinn sem markast af framsiglustaginu, þilfarinu (eða bugspjótinu) og mastrinu. Genúasegl er með afturskaut sem nær aftur fyrir mastrið og fellur þannig yfir stórseglið að hluta. Í kappsiglingum er misjafnt hvaða reglur gilda um genúasegl, en algengt er að takmarka hversu mikið stærri þau mega vera miðað við áðurnefndan þríhyrning (150%, 130% o.s.frv.).
Genúasegl tekur meiri vind en venjuleg fokka og eykur þannig hraða bátsins. Á móti kemur að erfiðara er að venda þar sem færa þarf seglið fram fyrir mastrið og strekkja það aftur hinum megin sem skapar hættu á að það flækist í stögunum eða mastrinu.