Afturstag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af kappsiglingakænu: Afturstagið er merkt númer 15.

Afturstag er hluti af fastreiða skips og liggur frá húni sigluþverbita í skutnum. Afturstagið myndar mótvægi við framstagið og er mikilvægt til að stilla sveigju á mastrinu og þar með lag stórseglsins og framseglsins. Afturstagið er ekki nauðsynlegt til að halda stórsiglunni uppi þar sem skrúðið og framstagið nægja til þess. Það er fyrst og fremst ætlað til að stilla sveigjuna á mastrinu. Meiri sveigja dregur úr belg stórseglsins sem eykur beitingarhæfni en dregur jafnframt úr krafti.