Fara í innihald

Eiríkur lamb

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Erik lam)
Eiríkur lamb.

Eiríkur lamb eða Eiríkur spaki (um 112027. ágúst 1146) var konungur Danmerkur frá 1137 til 1146. Hann sagði af sér skömmu fyrir dauða sinn vegna veikinda og dó í klaustri í Óðinsvéum skömmu síðar.

Eiríkur var sonur Ragnhildar dóttur Eiríks góða og höfðingjans Hákonar norræna, sem var afkomandi Magnúar góða. Þegar Eiríkur eymuni var drepinn 1137 þóttu ýmsir koma til greina sem arftakar hans, þar á meðal Sveinn frillusonur hans, Knútur sonur Magnúsar sterka Níelssonar konungs og Valdimar sonur Knúts lávarðs, en þeir voru allir á barnsaldri; Eiríkur lamb var sá eini sem taldist fullvaxinn og var það líklega helsta ástæða þess að hann var valinn konungur.

Eiríki tókst að ná góðu samstarfi við kirkjuna og veitti henni ýmis hlunnindi. Hann reyndi að efla embættismannakerfið til að styrkja sig í sessi. Hann var friðsamur og þótti sérlega blíður og góðlyndur, ljúfur eins og lamb, og af því fékk hann viðurnefni sitt. Árið 1139 hljóp þó snurða á þráðinn þegar Ólafur, eini eftirlifandi sonur Haraldar kesju sonar Eiríks góða, fór að láta til sín taka og tókst að fá sig tekinn til konungs á Skáni. Hann herjaði á Sjáland og það var ekki fyrr en 1143 sem Eiríki tókst að ná yfirhöndinni og Ólafur féll í orrustunni við Glúmsþorp á Skáni.

Eiríkur veiktist 1146 og sagði af sér skömmu fyrir dauða sinn. Kona hans var Luitgard, systir erikibiskupsins af Hamborg-Bremen. Þau voru barnlaus en Eiríkur átti frillusoninn Magnús.


Fyrirrennari:
Eiríkur eymuni
Konungur Danmerkur
(11371146)
Eftirmaður:
Sveinn Eiríksson Grathe
Knútur Magnússon