Hagsaga Íslands
Saga Íslands | ||
Eftir tímabilum | ||
---|---|---|
| ||
| ||
| ||
Eftir umfjöllunarefni | ||
Hagsaga Íslands er saga íslensks efnahags, sem hefst með landnáminu árið 874.
14. öld: Norska öldin
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Norska öldin
Norðmenn versluðu aðallega með skreið við Íslendinga á 14. öld. Einkaleyfi Norðmanna á skreiðarverslun varð til þess að útgerð óx mjög fiskur um hrygg á landinu.
15. öld: Enska öldin
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Enska öldin
Bretar versluðu aðallega við Íslendinga á árunum 1415 til 1475, og hefur það tímabil verið kallað enska öldin.
16. öld: Þýska öldin
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Hansasambandið
Hansakaupmenn versluðu einkum við Íslendinga á tímabili, sem kallað hefur verið þýska öldin, en Bretar einnig þó í minna mæli væri en á Ensku öldinni.
17. öld: Einokunarverslun
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Einokunarverslun
Danir ráku einokunarverslun á landinu frá 1602 til 1787.
18. öld: Innréttingarnar
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Innréttingarnar
Skúli Magnússon fógeti hóf verksmiðjurekstur í Reykjavík með stofnun Innréttinganna 1752 og störfuðu þær til 1803.
19. öld: Sjálfstæðisbaráttan
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Jón Sigurðsson var fylgjandi frjálsri verslun á Íslandi enda vænti hann þess að efnahagslegar framfarir fylgdu í kjölfarið. Verslunarfrelsið myndi stuðla að fjölbreyttari og öflugri atvinnuháttum og þar með auka hagsæld landsmanna. Jón benti á að „reynslan hefir sýnt gæði þess bæði á Íslandi og annarstaðar“.
20. öldin: Hernámið og olíukreppan
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgreinar: Hernámið og Olíukreppan.
Með hernámi landsins 1940 tók efnahagur landsins mikinn kipp vegna hins erlenda fjármagns, sem streymdi inn í landið.
Olíukreppan á áttunda tug aldarinnar olli samdrætti hér sem annars staðar og fór af stað mikil verðbólguskriða, sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir 1990. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið 1973 tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð 1983 þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla hagfræðingar óðaverðbólgu. Árið 1980 sáu stjórnvöld þann kost vænastan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vetfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu 2000 hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.
Undirrótin að verðbólgunni var óstöðugt efnahagslíf og sveiflur í afla og aflaverðmæti. Auknar tekjur í sjávarútvegi gátu leitt til almennra launahækkana sem svo orsökuðu hækkanir á vöru og þjónustu í þjóðfélaginu öllu. Svo kom babb í bátinn í fiskveiðum og þá gripu stjórnvöld of til gengisfellinga en við það lækkar krónan í verði miðað við erlenda mynt. Þá fengu Íslendingar fleiri krónur fyrir varningin sinn en á móti hækkuðu innfluttar vörur í verði. Vísitölubinding launa átti að tryggja hag launþega en í því fólst að kaupið hækkaði í samræmi við aðrar hækkanir. Þetta olli víxlverkandi hækkunum kaupgjalds og verðlags og verðbólgan óð áfram. Sumir hagfræðingar hafa sagt að léleg hagstjórn hafi verið meginskýringin á því að verðhækkanir fóru úr böndunum. Ráðamenn hafa ekki sýnt nógu mikið aðhald í peningamálum auk þess sem mikil ríkisafskipti og margar aðgerðir stjórnvalda hafa ýtt undir þenslu á þjóðfélaginu.
Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á bankareikning. Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda breyttist verðið ört.
21. öld: Efnahagskreppa
[breyta | breyta frumkóða]Aðalgrein: Efnahagskreppan á Íslandi 2008.
Lausafjárkreppan 2007-2008 olli kreppu á íslenskum fjármálamarkaði í október 2008, sem varð til þess að bankakerfið hrundi.
Heimildir og frekari fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]- Gísli Gunnarsson (1987). Upp er boðið Ísaland: einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík: Örn og Örlygur.
- Guðmundur Jónsson & Magnús S. Magnússon (ritstjórar) (1997). Hagskinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands. ISBN 9979817410.
- Sigurður Snævarr (1993). Haglýsing Íslands. Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar. ISBN 9979305681.