Chhattisgarh
Útlit
Chhattisgarh er fylki á Indlandi sem var myndað árið 2000 úr öllum héruðum Madhya Pradesh þar sem meirihluti fólks talar chhattisgarhi. Höfuðstaður þess er borgin Raipur. Chhattisgarh á landamæri að Madhya Pradesh í norðvestri, Maharashtra í suðvestri, Andhra Pradesh í suðri, Odisha í austri, Jharkhand í norðaustri og Uttar Pradesh í norðri.
Íbúar Chhattisgarh eru um 25,5 milljónir. Opinbert tungumál fylkisins er chhattisgarhi, sem er hindímállýska. Yfir 98% íbúa eru hindúatrúar. Chhattisgarh er með lægstu lífsgæðavísitölu af öllum fylkjum Indlands.
Nær helmingur fylkisins er skógi vaxinn.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Chhattisgarh.