Cardiff City F.C. er velskt knattspyrnulið sem stofnað var árið 1899 (sem Riverside A.F.C.). Liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Liðið var þar áður í úrvalsdeildinni tímabilið 2013–14 sem var þeirra fyrsta skipti í 52 ár í efstu deild.
Cardiff er eina liðið utan Englands sem hefur unnið FA-bikarinn (1927). Heimavöllur liðsins er Cardiff City Stadium sem tekur rúma 33.000 í sæti.