Fara í innihald

Rúnar Alex Rúnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rúnar Alex Rúnarsson
Upplýsingar
Fullt nafn Rúnar Alex Rúnarsson
Fæðingardagur 18. febrúar 1995 (1995-02-18) (29 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 188 cm
Leikstaða Markmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Alanyaspor
Yngriflokkaferill
2012-2015 KR, Nordsjælland
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2012-2013 KR 3 (0)
2015-2018 Nordsjælland 60 (0)
2018-2020 Dijon FCO (36) (0)
2020- Arsenal 1 (0)
2021-2022 →OH Leuven (lán) 18 (0)
2022- →Alanyaspor (lán) 24 (0)
Landsliðsferill2
2011-2012
2012-2014
2013-2016
2017-
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
3 (0)
11 (0)
17 (0)
22 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júní. 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júní 2023.

Rúnar Alex Rúnarsson (fæddur 18. febrúar, 1995) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem markvörður fyrir FC København. Einnig spilar hann fyrir Íslenska landsliðið. Þar áður spilaði hann fyrir FC Nordsjælland í Danmörku og KR. Rúnar var valinn í hópinn fyrir HM í Rússlandi árið 2018. Rúnar hóf frumraun sína með Arsenal 29. október gegn írska liðinu Dundalk í Evrópudeildinni og hélt hreinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í febrúar 2021 í Premier League þegar hann kom inn á fyrir Bernd Leno sem fékk rautt spjald á 72. mínútu.

Rúnar er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilaði í einni af efstu 5 deildum Evrópu.

Faðir hans, Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram og var lengi vel með flesta landsleiki að baki fyrir landsliðið.