Cambridge-háskóli
Cambridge-háskóli (enska University of Cambridge eða Cambridge University) er enskur háskóli í bænum Cambridge á Englandi. Hann er næstelsti háskólinn í enskumælandi landi og er af mörgum talinn annar af tveimur bestu háskólum Bretlands (ásamt Oxford-háskóla) og einn besti háskóli í heimi.
Gamlar heimildir benda til þess að skólinn hafi verið stofnaður af óánægðum fræðimönnum frá Oxford, sennilega árið 1209, í kjölfarið á uppþoti og óeirðum í Oxford þar sem til átaka kom milli háskólamanna og nemenda annars vegar og þorpsbúa hins vegar.
Háskólarnir í Oxford og Cambridge eru oft nefndir einu nafni Oxbridge.
Í skólanum eru á 26. þúsund nemendur, þar af rúmlega 16. þúsund grunnnemar og tæplega 10 þúsund framhaldsnemar. Einkunnarorð skólans eru: Hinc lucem et pocula sacra, sem þýðir (bókstaflega) „Héðan kemur ljós og helgir teygar“ eða (ekki bókstaflega) „Héðan þiggjum við upplýsingu og verðmæta þekkingu“.
Skólar innan skólans
[breyta | breyta frumkóða]Innan háskólans eru 31 smærri skóli (e. college) sem er að einhverju leyti sjálfstæð stjórnsýslueining en að einhverju leyti lúta þeir sameiginlegri yfirstjórn háskólans.
Markverðir nemendur og kennarar
[breyta | breyta frumkóða]
|
|