Atvinnuöryggi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atvinnuöryggi á við líkurnar á því að einstaklingur missi atvinnu. Á útþenslutímum eykst eftirspurn hjá fyrirtækjum sem kallar á fjárfestingu í mannauði. Þegar fyrirtæki vaxa eykst atvinnuöryggi. Þvert á móti á samdráttartíma dregur úr eftirspurn hjá fyrirtækjum og þar af leiðandi aukast líkurnar á því að starfsmönnum verði sagt upp.

Ólíkar aðferðir má nota til að auka atvinnuöryggi. Í mörgum löndum gilda lög sem gera það ólöglegt að segja starfsfólki upp nema við tilteknar aðstæður. Atvinnuöryggi má jafnframt tryggja með kjarasamningum. Einstaklingar geta einnig haft áhrif á eigið atvinnuöryggi með því að bæta tæknikunnáttu sína.

Atvinnuleysishlutfall er góður mælikvarði á atvinnuöryggi.

Listi yfir lönd eftir atvinnuöryggisstigi[breyta | breyta frumkóða]

Hér fyrir neðan er listi yfir lönd eftir atvinnuöryggisstigi. Atvinnuöryggisstigið er mikilvægur mælikvarði á lífsgæðum og lífshamingju einstaklinga. Listinn sýnir líkurnar á því að einstaklingur missi atvinnu í ýmsum OECD-löndum árið 2012. Útreikningurinn fer þannig fram að fjölda þeirra sem voru í atvinnu árið 2011 en misstu atvinnu árið 2012 er deilt með fjölda þeirra sem voru í atvinnu árið 2012.

Sæti Land Líkur á starfsmissi árið 2012[1]
1 Fáni Sviss Sviss 2,8%
2 Fáni Japan Japan 2,9%
2 Fáni Noregs Noregur 2,9%
4 Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea 3,0%
5 Fáni Þýskalands Þýskaland 3,2%
6 Fáni Austurríkis Austurríki 3,4%
7 Fáni Hollands Holland 3,6%
8 Fáni Lúxemborgar Lúxemborg 4,0%
8 Fáni Rússlands Rússland 4,0%
10 Fáni Tékklands Tékkland 4,2%
11 Fáni Íslands Ísland 4,3%
12 Fáni Ástralíu Ástralía 4,4%
13 Fáni Belgíu Belgía 4,5%
14 Fáni Síle Chile 4,7%
16 Fáni Brasilíu Brasilía 4,8%
17 Fáni Slóveníu Slóvenía 5,0%
18 Fáni Eistlands Eistland 5,3%
19 Fáni Ítalíu Ítalía 5,5%
20 Fáni Bretlands Bretland 5,6%
21 Fáni Slóvakíu Slóvakía 5,8%
21 Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland 5,8%
21 Fáni Danmerkur Danmörk 5,8%
24 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 6,3%
25 Fáni Írlands Írland 6,4%
25 Fáni Finnlands Finnland 6,4%
27 Fáni Ísraels Ísrael 6,5%
27 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð 6,5%
27 Fáni Frakklands Frakkland 6,5%
30 Kanada Kanada 6,6%
31 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 6,7%
32 Fáni Póllands Pólland 7,3%
33 Fáni Tyrklands Tyrkland 7,8%
34 Fáni Portúgals Portúgal 9,1%
35 Fáni Grikklands Grikkland 12,0%
36 Fáni Spánar Spánn 17,7%

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.