Asíski draumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Asíski Draumurinn voru Íslenskir sjónvarpsþættir, sýndir á Stöð 2 árið 2017 þar sem að Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon kepptust í því að ferðast um Asíu. Þættirnir voru framhaldsþættir af Ameríska draumnum sem að var sendur út árið 2010 og Evrópska draumnum sem að var sendur út árið 2012. Í þættinum voru tvö lið, Auddi og Steindi og Sveppi og Pétur.

Framhaldsþátturinn Suður-ameríski draumurinn var sendur út árið 2018.

Staða liða[breyta | breyta frumkóða]

Auddi og Steindi
Þáttur Áskorun Stig Land Útsendingardagur
1 Fara á tvöfallt stefnumót 52 Bangkok, Taíland 31. mars 2017
2 Skjóta úr bazooku 112 Phnom PenhKambódía   7. apríl 2017
3 Fara í muay bardaga 158 21. apríl 2017
4 Fara á fílsbak og baða fíl 204 Ho Chi Minh, Víetnam 28. apríl 2017
5 Borða snákahjarta og drekka snákablóð 256 5. maí 2017
6 Fara ofan í hákarlabúr 319 Kúala Lúmpúr, Malasía 12. maí 2017
7 Stökkva úr stærsta teygjustökki í heimi ??? Hong Kong, Kína 19. maí 2017
8 Leysa þrautir víðs vegar um Hong Kong 417 26. maí 2017
Sveppi og Pétur
Þáttur Áskorun Stig Land Útsendingardagur
1 Fara í drykkjukeppni við mestu fyllibyttu landsins 46 Seúl, Suður-Kórea 31. mars 2017
2 Borða lifandi kolkrabba 98 7. apríl 2017
3 Læra að nota samurai sverð 152 Tókýo, Japan 21. apríl 2017
4 Vera nakinn með sushi ofan á sér 211 28. apríl 2017
5 Fara á toppinn á Purl Tower og standa á glergólfi 262 Sjanghæ, Kína 5. maí 2017
6 Fara í ljósmyndatöku og vera naktir og vakúmpakkaðir 302 12. maí 2017
7 Fara á klósett veitingastað ??? Táípei, Taívan 19. maí 2017
8 Leysa þrautir víðs vegar um Hong Kong 405 Hong Kong, Kína 26. maí 2017

Pilla[breyta | breyta frumkóða]

Pilla er hindrun sem eitt lið getur sett á hitt liðið, sem á að hægja á þeim í stigasöfnun. Pilla virkar í tvo tíma.

 • Fara í grímubúninga
 • Fara á stultur
 • Hafa gæludýr meðferðis
 • Haltur leiðir blindan
 • Bera hvorn annan á bakinu
 • Fara í kvennmannsföt
Þáttur Pilla Lið
2 Fara í kvennmannsföt Auddi og Steindi
3 Fara í grímubúninga Sveppi og Pétur
6 Fara í grímubúninga Auddi og Steindi
8 Haltur leiðir blindan Auddi og Steindi

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Lokaþrautin er að leysa hluti víðs vegar um Hong Kong, Kína.

Nr. Þraut
1 Fara í þyrlu sem fer til Hong Kong Convention Center
2 Finna Ladies Market og kaupa þrjá eftirfarandi hluti
3 Fara í raftækja og saumamarkað og kaupa tvo eftirfarandi hluti
4 Finna styttu sem að heldur á Íslenska fánanum

Liðið sem að klárar allar þrautirnar á undan vinnur 30 stig.

Til að finna í Ladies Market:[breyta | breyta frumkóða]
 • Úr
 • Bindi
 • Nærföt
 • Derhúfa
 • Matarprjónar
 • Skartgripur
 • Kjúklingafætur
 • Kínverskt te
 • Svínseyru
Til að finna í raftækja og saumamarkað:[breyta | breyta frumkóða]
 • Notaður farsími
 • Rafmagnsleikfang
 • Rennilás
 • Efnisbútur

Liðið sem fann styttuna á undan voru Sveppi og Pétur sem að fengu 30 stig. Auddi og Steindi unnu keppnina.