Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary (Tékkneska: Mezinárodní filmový festival Karlovy Vary) er kvikmyndahátíð sem haldin er árlega í júlí í Karlovy Vary í Tékklandi. Hátíðin, sem var stofnuð árið 1946, er ein sú elsta í heimi og hefur orðið leiðandi kvikmyndahátíð í Mið- og Austur-Evrópu.