Fara í innihald

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) var stofnað við samruna Knattspyrnufélags Siglufjarðar og Leifturs frá Ólafsfirði. Samruni liðanna átti sér stað árið 2010 með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Saga eldra félagsins nær aftur til ársins 1932 hið minnsta en menn greinir á um hvort KS hafi verið stofnað árið 1932 eða 1928.