Nikulás Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nikulás Magnússon (170024. júlí 1742) var sýslumaður Rangæinga á 18. öld og bjó síðast á Barkarstöðum í Fljótshlíð. Hann var sonur Ingibjargar Þorkelsdóttur og Magnúsar Benediktssonar á Hólum í Eyjafirði, sem var af höfðingjaættum en var „nafnkunnugt illmenni“ að sögn Jóns Espólíns og var dæmdur fyrir morð á barnsmóður sinni.

Nikulás varð stúdent frá Skálholtsskóla og sigldi síðan og nam við Kaupmannahafnarháskóla. Hann varð sýslumaður Rangæinga árið 1727. Hann mun hafa átt við andlega örðugleika að stríða og verið afar skapbráður. Á Alþingi 1742 sturlaðist hann, fór úr rúmi sínu í Nikulásarbúð um nótt og drekkti sér í eystri hluta Flosagjár, sem eftir það kallaðist Nikulásargjá en er nú oftast kölluð Peningagjá. Þótt allir vissu að hann hefði fyrirfarið sér var hann grafinn í kirkjugarði en ekki utan garðs eins og átti að gera við þá sem frömdu sjálfsmorð.