Fara í innihald

Þorleifur Arason (prestur á Breiðabólstað)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorleifur Arason (168712. janúar 1727) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð og prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi.

Þorleifur var sonur Ara Þorkelssonar sýslumanns í Barðastrandarsýslu og bónda í Haga og konu hans Ástríðar Þorleifsdóttur. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla, var við nám í Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár en kom síðan til Íslands 1710 og sóttist eftir skólameistaraembættinu í Skálholti, sem séra Jón Halldórsson í Hítardal hafði verið fenginn til að gegna um stundarsakir vegna skorts á lærðum mönnum eftir Stórubólu. Jón biskup Vídalín var tregur til að veita honum embættið nema hann gengist undir próf til að kanna hvort hann væri nægilega lærður. Þorleifur samþykkti það, gekkst undir prófið og fékk skólameistarastarfið og hélt því í átta ár en þótti þó ekki jafnoki fyrirrennara sinna, séra Jóns og Magnúsar Markússonar, hvað lærdóm varðaði.

Þorleifur var vígður prestur til Breiðabólstaðar í Fljótshlíð 1718 og varð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi 1721. Eftir lát Jóns biskups Vídalín fór hann utan til að freista þess að fá skipun í biskupsembættið og sótti að sögn fast eftir því en hafði ekki erindi sem erfiði. Sagt var að honum létu betur veraldlegar sýslanir en predikanir.

Þorleifur drukknaði í Markarfljóti 12. janúar 1727, reið út í það ófært í náttmyrkri. Fylgdarmanni hans tókst að svamla vestur yfir fljótið og halda lífi. Állinn sem séra Þorleifur drukknaði í var eftir það kallaður Prófastsáll. Þorleifur var ókvæntur og barnlaus.


Prófastsáll hefur og Hólmalæna og Gunnarshólmalæna nefndur verið






.


  • „„Saga latínuskóla á Íslandi til 1846". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „„Skólameistararöð í Skálholti". Norðanfari, 3.-4. tölublað 1880“.