Jean Racine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jean Racine árið 1673

Jean Racine (22. desember 163921. apríl 1699) var franskt leikskáld, eitt af þeim „þremur stóru“ í Frakklandi 17. aldar, ásamt Molière og Pierre Corneille. Racine fékkst aðallega við að skrifa harmleiki út frá þemum frá klassískri fornöld. Hann lærði við janseníska skólann í Port-Royal-des-Champs og fyrstu leikrit hans voru sett upp af leikhóp Molières árið 1664. Fyrsta verkið sem náði einhverjum vinsældum var Alexander mikli en þá brá Racine við og samdi við annan leikhóp, Hôtel de Bourgogne, um uppsetningu þess eftir að leikhópur Molières hafði frumsýnt það. Við þetta slitnaði upp úr vináttu þeirra Molières. Racine aflaði sér líka óvina með efnisvali sínu og brátt var hann ásakaður um að spilla hugum áhorfenda. Hann sleit þá öll tengsl sín við Port-Royal-klaustrið.

Ferill Racines náði yfir fimmtán ár en 1679 giftist hann hinni trúuðu Catherine de Romanet og fékk stöðu sem sagnaritari konungs um svipað leyti. Hann hætti því starfi sínu í leikhúsinu og endurnýjaði tengslin við Jansenista. Hann samdi síðar tvö leikverk 1689 og 1691, að beiðni Françoise d'Aubigné, eiginkonu Loðvíks 14. til vinstri handar, sem bæði byggðu á efni úr Gamla testamentinu.