Fara í innihald

Ofviðrið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Míranda eftir John William Waterhouse 1916.
The Tempest (1908)

Ofviðrið er leikrit eftir William Shakespeare talið skrifað 1610-1611. Sumir telja það síðasta leikritið sem Shakespeare skrifaði einn. Leikritið gerist á fjarlægri eyju þar sem útlægur hertoginn af Mílanó, Prosperó, notar galdur til að skapa ofviðri þannig að skip sem ber Antóníó svikulan bróður hans, Alfonsó konunginn af Napólí og Ferdinand, son hans, strandar við eyjuna. Hann nær þannig fram réttlæti gagnvart þeim sem rændu hann hertogadæminu. Ferdinand prins og dóttir Prosperós, Míranda, verða ástfangin. Aðrar persónur í leikritinu eru þjónustuandinn Aríel, Kalíban, þræll Prosperós, trúi ráðgjafinn Gonsaló, hirðfíflið Trinkúló og drykkfelldi brytinn Stefanó.

Leikritið er rómansa sem nýtir sér hluti úr tragíkómedíum, sem þá voru nýjar af nálinni, grímuleikjum sem voru í tísku við ensku hirðina á 16. og 17. öld og ítalska gamanleiknum (commedia dell'arte). Meðal samtímarita sem talið er að hafi haft áhrif á samningu leikritsins eru Naufragium eftir Erasmus frá Rotterdam sem kom út í enskri þýðingu árið 1606 og De orbe novo eftir Pietro Martire. Eins hafa sumir bent á hliðstæður við frásögn William Strachey af skipbroti skipsins Sea Venture á eyjunni Bermúda árið 1609 og landnámi Englendinga þar. Auk þess er ein af ræðum Gonsalós tekin beint upp úr ritgerð eftir Michel de Montaigne og stór hluti af ákæru Prosperós fenginn úr ræðu Medeu í Ummyndunum Ovidiusar.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.