1600
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1600 (MDC í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Þýskt skip strandaði í Hrútafirði og hafði það verið sent til að sækja annað skip sem hafði strandað þar árið áður. Þýskri galdrakonu var kennt um ströndin.
- Bókin Enchiridion edur Hand Bok eftir David Chytræus og M. Chemnitz í þýðingu Guðbrands Þorlákssonar prentuð á Hólum. Í þeirri bók kemur orðið heimspeki fyrst fyrir í íslensku.
Fædd
- 3. maí - Sigfús Egilsson, skólameistari og prestur, síðast dómkirkjuprestur á Hólum (d. 1673).
- Æri-Tobbi (Þorbjörn Þórðarson), skáld.
Dáin
- Kristján Villadtsson, prestur á Helgafelli og í Bjarnarhöfn.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 19. febrúar - Eldfjallið Huaynaputina í Perú gaus mjög öflugu gosi, því stærsta sem þekkt er í Suður-Ameríku.
- 24. febrúar - Sænska þingið kaus Karl hertoga til konungs eftir að Sigmundi 3. var steypt af stóli. Karl tók sér þó ekki konungsnafn fyrr en 1604.
- 5. ágúst - Jarlinn af Gowrie og bróðir hans reyndu að ræna Jakob 6. Skotakonungi (síðar Jakob 1. Bretakonungi). Það mistókst og bræðurnir voru drepnir.
- 8. október - San Marínó fékk skriflega stjórnarskrá.
- Október - Hinrik 4. Frakkakonungur og Maria de'Medici gengu í hjónaband.
- 31. desember - Breska Austur-Indíafélagið fær konunglegt leyfisbréf.
- Þrjár milljónir pílagríma komu til Rómar þetta ár.
- Súmóglíma varð atvinnumannaíþrótt í Japan.
- Leikritið Jónsmessunæturdraumur eftir William Shakespeare var frumsýnt og leikritið Kaupmaðurinn í Feneyjum gefið út.
- William Gilbert gaf út verkið De Magnete, Magneticisque Corporibus, et de Magno Magnete Tellure og lýsti þar rannsóknum sínum á áhrifum og virkni seguls.
- Hollendingar fluttu te til Evrópu frá Kína.
Fædd
- 28. janúar - Klemens 9. páfi (d. 1669) .
- 19. nóvember - Karl I konungur Englands, Írlands og Skotlands (d. 1649).
Dáin
- 17. febrúar - Giordano Bruno brenndur á báli fyrir villutrú (f. 1548).