Æri Tobbi
Útlit
(Endurbeint frá Æri-Tobbi)
Æri Tobbi (f. 1600, d. um 1660)[1] er skáld frá 17. öld. Hann hét réttu nafni Þorbjörn Þórðarson. Um ævi hans og búsetu er fátt vitað, en hann virðist hafa dvalist mest sunnanlands og vestan og starfað að járnsmíðum. Talsvert hefur varðveist af undarlegum vísum og kviðlingum eftir hann. Hér er eitt dæmi.
- Vambara þambara þeysingssprettir
- því eru hér svona margir kettir,
- agara gagara yndisgrænum,
- illt er að hafa þá marga á bænum.