Runólfur Magnússon
Útlit
Runólfur Magnússon (d. 1403) var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og var vígður árið 1378, ári eftir lát Eyjólfs Pálssonar sem þar var ábóti næstur á undan.
Ekki er vitað neitt um uppruna Runólfs og fátt um embættistíð hans en hann var ábóti í rúman aldarfjórðung og dó í Svarta dauða 1403 ásamt sex munkum í klaustrinu, en aðrir sex lifðu eftir. Í annálum segir að einungis hafi lifað eftir einn húskarl í klaustrinu. Eftirmaður Runólfs, Jón Hallfreðarson, var vígður tveimur árum síðar.