Sigurður Guðmundsson (lögmaður á Svalbarði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurður Guðmundsson (d. 1378?) var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann bjó á Svalbarði á Svalbarðsströnd.

Sigurður var sonur Guðmundar Sigurðssonar lögmanns og líklega konu hans, Gróu Oddsdóttur. Hann var tvívegis lögmaður sunnan og austan, fyrst árið 1358 og síðan aftur 1376-1377. Árið 1377 fóru lögmennirnir, Sigurður og Þorsteinn Eyjólfsson, um landið og létu hylla Magnús konung og síðan var honum svarið land á Alþingi. Sigurður lagði niður lögsögn eftir þingið og hefur líklega dáið skömmu síðar.

Kona Sigurðar var Solveig Magnúsdóttir (d. 10. nóvember 1376), dóttir Magnúsar Brandssonar á Svalbarði og systir Eiríks auðga og Arnþrúðar konu Þorsteins Eyjólfssonar á Urðum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þórður Egilsson
Lögmenn sunnan og austan
(13581358)
Eftirmaður:
Ormur Snorrason
Fyrirrennari:
Ormur Snorrason
Lögmenn sunnan og austan
(13761377)
Eftirmaður:
Björn Þorbjarnarson