Fara í innihald

Þjóðlagarokk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðlagarokk er tónlistarstefna sem kom fram á sjónarsviðið um miðjan sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þjóðlagarokk blandar saman þjóðlagatónlistarstíl með rokkhljóðfærum.[1] Einn mest sérkennandi eiginleiki tónlistarstefnunnar er klingjandi og hringjandi gítarhljómur með tærum samhljómandi söngvum.[2] Nátengdar stefnur eru því þjóðlagatónlist og rokktónlist á sjöunda áratugnum en seinna með mótmælendatónlist.[3]

The Byrds voru brautryðjendur í tónlistarstefnunni og lögðu þeir grunninn að stefnunni sem aðrar hljómsveitir fóru svo eftir. Þegar að leið á sjöunda áratuginn fóru fleiri og fleiri hljómsveitir að notafæra sér órafmögnuð hljóðfæri eins og var gert í þjóðlagatónlistinni en í stíl við þjóðlagarokkið sem hafði í gegnum sjöunda áratuginn þróað sinn eigin hljóm og þar með fóru hljómsveitir frá grunninum sem The Byrds höfðu lagt, þar sem þeir notuðu rafmögnuð hljóðfæri. Menn eins og Bob Dylan komu á þessari breytingu sem var undir miklum áhrifum Bítlanna.[4][5] Á næstu þremur áratugunum voru bæði rafmögnuð líkt og órafmöguð hljóðfæri orðin algeng í öllum kimum stefnunnar.[6]

Þjóðlagarokk náði gífurlegum vinsældum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem tónlistarmenn á borð við Bob Dylan, The Byrds, Simon and Garfunkel, Mamas and Papas, Buffalo Springfield og marga fleiri voru leiðandi. Senan var rík af listamönnum í Bretlandi og Bandaríkjunum sem nutu vinsælda á Íslandi en þó var engin þjóðlagarokksena í gangi á Íslandi á þessum tíma.[7]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðlaga tónlist hafði sífellt verið að aukast á sjötta og sjöunda áratugnum og það hlaut að koma að því að hún yrði hluti af ríkjandi tónlistarstefnum sem höfðuðu til fjöldans.[8] Táningar sem höfðu alist upp við rokk tónlist og fyrirlitu þjóðlagatónlist, urðu þroskaðari þegar þeir fóru í menntaskóla og kynntu sér annað efni, þá sérstaklega ungir tónlistarmenn sem höfðu opinn huga fyrir öðrum stefnum. Þjóðlagarokk varð til með þessari kynslóð.[9] Með þessu varð þjóðlagatónlist og rokk tónlist fyrir endanlegum breytingum. Nú var álitið á rokktónlist breytt. Tónlistin, sem var sköpuð í þeim eina tilgangi að vera afþreying, varð fyrir áhrifum af þeim eiginleika þjóðlagatónlistar að vera meðvituð um sjálf sitt og öðlaðist einlægari tilgang.[10] Eftir að Bítlarnir fóru að hlusta á ungan Bob Dylan og hans amerísku þjóðlagatónlist, byrjuðu þeir að semja lögin sín með þjóðlaga-ívafi með lögum eins og I'm a Loser sem kom út á plötunni þeirra Beatles for Sale árið 1964. The Byrds, sem urðu fyrir áhrifum af Bítlunum og voru þá þegar aðdáendur Dylans, ákváðu að flytja Mr. Tambourine Man eftir Dylan með rafmögnuðum hljóðfærum. Hægt er að heyra þar eitt af fyrstu þjóðlagarokklögunum, þar sem rokk hljóðfæri eru notuð við flutning á nútíma þjóðlagi. Lagið varð afskaplega vinsælt og leyddi til sprengingar í þjóðlagarokkstefnunni, sumarið 1965, þar sem meðal annars Simon and Garfunkel lagið The Sounds of Silence var endurútgefið með rafmögnuðum hljóðfærum í undirspili. Við þessa sprengingu breytti Bob Dylan sjálfur um stefnu og varð rafmagnaður sem olli miklum deilum meðal þjóðlagaunnenda sem sökuðu hann um að selja sig.[11] Með þessu var þjóðlagarokk stimplað inn sem stór kraftur í tónlistarsenu heimsins. Tveimur árum fyrir hina umdeilanlegu stefnubreytingu Bobs Dylans hafði þjóðlagapopp-hópurinn Peter, Paul and Mary náð miklum vinsældum með túlkun sinni á laginu hans Blowin' in the Wind. Það var aðeins tímaspursmál um það hvenær Dylan sjálfur yrði fyrir áhrifum hópa í kringum sig sem þá höfðu hægt og rólega orðið meira og meira fyrir áhrifum þjóðlagatónlistar og ekki lengur hugsunarlaus afþreying, heldur tónlist með boðskap.[12]

Undanfari þjóðlagarokks[breyta | breyta frumkóða]

Undanfari þjóðlagarokks varð til á undan þjóðlagarokki og er talið vera upprunalega þjóðlagarokkið, á undan The Byrds og Bítlunum. Þó að þjóðlagarokkið hafi orðið til úr samblöndu af amerísku þjóðlaga stefnunni og bresku innrásinni, þá átti það sér þó undanfara. Tónlistarmenn í Bandaríkjunum á borð við Jackie DeShannon og The Beau Brummels og The Springfields í Bretlandi höfðu allir gefið út nútíma tónlist með þjóðlaga-ívafi. Lög eins og Laugh, Laugh og Just a Little með The Beau Brummels urðu vinsæl og Just a Little náði meira að segja #8 á Bandaríska smáskífu listanum.[13][14][15]

Tónlistarstíll[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistin einkennist af einlægum textum og tærum flutningi, það er að segja ekki hefur unnið mikið á tónlistinni heldur reynt að halda tónlistinni eins nálægt því og hún væri flutt á staðnum. Hljóðfæri sem eru algeng meðal stefnunnar eru rafmagns bassagítarar og gítarar en líka órafmagnaðir. Trommur og munnhörpur. Hægt er að heyra mikla fjölbreytni í tónlistinni hvað varðar hljóðfæri vegna áhrifa þjóðlaga. Sækir tónlistin þá mest í áhrif frá keltneskum þjóðlögum og filippískum. Erfitt er oft að segja til um hvort að lag sé meira rokk lag eða þjóðlag þegar hvað varðar þjóðlagarokkhljómsveitir þar sem blandan getur verið flókin. Til dæmis gæti hljómsveitin sótt til þjóðlags fyrir melódíu en spilað með rafmögnuðum hljóðfærum eða flutt rokk lag órafmagnað með óhefbundnum hljóðfærum án rafmagns. Þess vegna eru til dæmis margar ballöður eins og Bridge over Troubled Water eftir Simon and Garfunkel taldar vera þjóðlagarokk vegna flytjandans en eru í raun eitthvað annað, eins og í þessu tilviki, er lagið hefbundin mjúk rokk ballaða. Tónlistarmenn í senunni eiga það til að fara á tónleikaferðalag með annarri sveit sem er hreint og beint þjóðlagasveit. Hægt er að nefna Urubamba tónlistarhópinn frá Argentínu og Úrúgvæ sem ferðaðist með Paul Simon mikið.[16]

Textar geta fjallað um allt frá himni til jarðar. Bob Dylan átti það til að nota lögin sín til þess að skoða samfélagið í heild sinni og vandamál nútímans, þá líka til þess að mótmæla.

Lög gátu verið í einföldum 4/4 takti og hröð í stíl við rokkið, eða í hætti þjóðlaga og þá allt frá því að vera 2/4 til 9/8 og bæði hröð eða hæg. Einkenni stílsins er fjölbreytni.

Undirstefnur[breyta | breyta frumkóða]

Miðaldaþjóðlagarokk[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðlagarokktónlist sem varð til í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi á áttunda áratugnum þar sem blöndun þjóðlagarokks og endurreisnar og miðaldar tónlistar varð að einum sér stíl. Hljómsveitir eins og Gentle Giant urðu til úr þessum stíl og tilheyra þeir líka framsækna rokkinu en þeir notuðu mikið miðaldar tónlist og barokk í blandi við rokk.[17] Í dag er stefnan sterk í Þýskalandi, þar tróna hljómsveitirnar In Extremo og Subway to Sally en í Bretlandi hljómsveitin Circulus.[18]

Þjóðlagaþungarokk[breyta | breyta frumkóða]

þjóðlagaþungarokk er með nýrri undirstefnum þjóðlagarokksins og varð til upp úr 10. áratugnum. Margar rafmagnaðar þjóðlagarokkhljómsveitir urðu fyrir áhrifum þungarokksins og sköpuðu nýja stefnu. Stefnan er stór í dag meðal þungarokks og vinsælar hljómsveitir á borð við Ensiferum, Finntroll og Turisas eru áhrifamiklar hljómsveitir. Á Ísland er þjóðlagaþungarokkssveitin Skálmöld leiðandi sveit senunnar á Íslandi. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er tónlistin blanda af þjóðlaga tónlistarstíl og þungarokki.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. DigitalDreamDoor:100 Greatest Folk Rock Songs
 2. Allmusic:Explore: Folk-Rock
 3. Britannica:folk rock
 4. Gendron, Bernard (2002) p. 180
 5. Allmusic:Explore: Folk-Rock
 6. Allmusic:Explore: Folk-Rock
 7. Britannica:folk rock
 8. Britannica:folk rock
 9. About:Oldies Music Glossary: "Folk-rock"
 10. Britannica:folk rock
 11. About:Oldies Music Glossary: "Folk-rock"
 12. Britannica:folk rock
 13. Unterberger, Richie (2002) pp. 125-126
 14. Allmusic:Laugh, Laugh song review
 15. Whitburn, Joel (2008) p. 69
 16. Boleadora:URUBAMBA - ALBUM NOTES
 17. Macan, Edward (1997) p. 135
 18. Guardian:Boogie knights

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • „About:Oldies Music Glossary: "Folk-rock". Sótt 4. mars 2012.
 • „Allmusic:Explore: Folk-Rock“. Sótt 29. febrúar 2012.
 • „Allmusic:Laugh, Laugh song review“. Sótt 2. mars 2012.
 • „Boleadora:URUBAMBA - ALBUM NOTES“. Sótt 4. mars 2012.
 • „Britannica:folk rock“. Sótt 29. mars 2012.
 • „DigitalDreamDoor:100 Greatest Folk Rock Songs“. Sótt 2. mars 2012.
 • Gendron, Bernard. (2002). Between Montmartre and the Mudd Club: Popular Music and the Avant-Garde. University of Chicago Press. ISBN 0-226-28737-8. p. 180.
 • „Guardian:Boogie knights“. Sótt 4. mars 2012.
 • Macan, Edward (1997). Rocking the Classics. English Progressive Rock and the Counterculture. Oxford University Press. ISBN 0-19-509887-0.
 • Unterberger, Richie. (2002). Turn! Turn! Turn!: The '60s Folk-Rock Revolution. Backbeat Books. ISBN 0-87930-703-X. p. 125-126.
 • Whitburn, Joel. (2008). Top Pop Singles. Record Research Inc. ISBN 0-89820-172-1. p. 69.