Fara í innihald

Gentle Giant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gentle Giant 1974.

Gentle Giant var bresk framsækin rokksveit sem starfaði frá 1970 til 1980. Hljómsveitin var þekkt fyrir flóknar útsetningar og fjölbreytt hljóðfæri. Allir meðlimirnir spiluðu á ýmis hljóðfæri og voru allt að 46 hljóðfæri notuð á plötum þeirra.

Gentle Giant varð ekki mjög vinsæl en hlaut költ stöðu. Þegar hljómsveitin hitaði upp fyrir Black Sabbath á tónleikaferðalagi árið 1972 í Bandaríkjunum var oftsinnis baulað á hana. Meðal tónlistarstefna sem má heyra hjá sveitinni er rokk, folk, soul, jazz, klassísk og miðaldatónlist, barokk, kammertónlist og popp.

Fyrsti kjarni hljómsveitarinnar samanstóð af þremur bræðrum Phil Shulman, Derek Shulman og Ray Shulman sem áður höfðu verið í r & b og soul grúppum, þar á meðal í Simon Dupree and the Big Sound (þar sem Reginald Dwight, síðar Elton John, túraði með bandinu og varð næstum meðlimur). Þeir fengu til liðs við sig aðra fjölhæfa hljóðfæraleikara; Kenny Minnear og Gary Green, ásamt trommaranum Martin Smith (síðar varð John Weathers trommarinn). Kerry, Phil og Derek sáu um aðalsöng. Platan Octopus og In a Glass House eru meðal þeirra þekktari verka.

Undir það síðasta var hljómsveitin farin að einfalda stílinn og reyndi að gera einfaldari popplög. Það virkaði ekki sem skyldi og hljómsveitin átti erfitt með að finna innblástur og lagði því upp laupana.

Árið 2015 fékk hljómsveitin viðurkenningu fyrir verk sín á Progressive Music Awards. 2020 komu meðlimir saman í fyrsta skipti í 40 ár þegar þeir tóku þátt í flutningi á The Power and the Glory í gegnum veraldarvefinn.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Gary Green – Gítar, mandólín, söngur, bassi, trommur, xylófónn (1970–1980)
 • Kerry Minnear – Hljómborð, söngur, selló, víbrafónn, xylófónn, gítar, bassi, trommur (1970–80)
 • Derek Shulman – Söngur, saxófónn, hljómborð, bassi, trommur og ásláttur, 3-strengja úkúlele (shulberry) (1970–1980)
 • Phil Shulman – Söngur, saxófónn, trompet, mellófón, klarínet, ásláttur (1970–1973)
 • Ray Shulman – bassi, trompet, fiðla, söngur, víóla, trommur og ásláttur (1970–1980; dó 2023)
 • Martin Smith – trommur og ásláttur (1970–1971; dó 1997)
 • Malcolm Mortimore – trommur og ásláttur (1971–1972)
 • John "Pugwash" Weathers – trommur og ásláttur, víbrafónn, xylófónn, söngur og gítar (1972–1980)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Gentle Giant (1970)
 • Acquiring the Taste (1971)
 • Three Friends (1972)
 • Octopus (1972)
 • In a Glass House (1973)
 • The Power and the Glory (1974)
 • Free Hand (1975)
 • Interview (1976)
 • The Missing Piece (1977)
 • Giant for a Day! (1978)
 • Civilian (1980)