Fara í innihald

Skálmöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skálmöld á útitónleikum í Þýskalandi.
Gunnar Ben.
Þráinn Árni Baldvinsson.
Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir.
Jón Geir Jóhannsson.

Skálmöld er íslensk þungarokkshljómsveit sem stofnuð var árið 2009. Sveitin spilar þjóðlaga- eða víkingaþungarokk.

Snæbjörn Ragnarsson og Björgvin Sigurðsson stofnuðu hljómsveitina sem áhugamál en ákváðu þó að taka upp plötu. Íslenskar plötuútgáfur sýndu þeim ekki áhuga en færeyska plötufyrirtækið Tutl ákvað að gefa út fyrstu plötu þeirra; Baldur.

Árið 2011 samdi hljómsveitin við plötuútgáfuna Napalm Records og þá fóru hjólin að snúast. Hljómsveitinni var boðið að spila á þungarokkshátíðum og tónleikaferðalögum um Evrópu. Platan Baldur var endurútgefin.

Árið 2013 lék hljómsveitin með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu. Textar Skálmaldar eru samdir af Snæbirni Ragnarssyni sem notast við bragfræði og eru undir áhrifum frá Íslendingasögum.

Árið 2019 ákvað hljómsveitin að hætta í óákveðinn tíma til að sinna öðrum verkefnum meðlima sem setið höfðu á hakanum. Sveitin kom með nýja plötu árið 2023, Ýdalir.

  • Björgvin Sigurðsson – söngur og gítar
  • Baldur Ragnarsson – gítar og söngur
  • Snæbjörn Ragnarsson – bassi og bakraddir
  • Þráinn Árni Baldvinsson – gítar og bakraddir
  • Gunnar Ben – hljómborð, óbó og söngur
  • Jón Geir Jóhannsson – trommur og söngur

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2010: Baldur
  • 2012: Börn Loka
  • 2014: Með vættum
  • 2016: Vögguvisur Yggdrasils
  • 2018: Sorgir
  • 2023: Ýdalir

Tónleikaplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2013: Skálmöld og Sinfóniuhljómsveit Íslands

Heimasíða