Rafmagnsgítar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafmagnsgítar er gítar sem notar tónnema til að breyta sveiflum stálstrengja í rafstraum sem síðan er magnaður upp með magnara og breytt í hljóð aftur með hátalara. Straumurinn sem gítarinn gefur frá sér er stundum leiddur gegnum gítareffekta sem breyta sveiflunni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.