Fara í innihald

Bridge Over Troubled Water

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bridge over Troubled Water)

Bridge Over Troubled Water er fimmta og síðasta stúdíóplata bandaríska dúettsins Simon & Garfunkel. Hún kom út 26. janúar 1970 hjá Columbia Records. Framleiðandi plötunnar var Roy Halee en Paul Simon samdi öll lög plötunnar nema eitt meðan Art Garfunkel lék í kvikmyndinni Catch-22. Eftir að tökum á kvikmyndinni lauk tóku þeir saman upp 14 lög en 11 af þeim enduðu á plötunni.

Platan náði inn á metsölulista í 11 löndum og á topp listans í 10 löndum. Hún var mest selda plata ársins árin 1970, 1971 og 1972 og var á þeim tíma talin mest selda hljómplata allra tíma. Platan fékk tvö Grammýverðlaun og titillagið fjögur að auki. Þrátt fyrir þessa velgengni ákváðu Simon og Garfunkel að hætta samstarfi sínu. Art Garfunkel sneri sér alfarið að kvikmyndaleik og Paul Simon hóf sólóferil sinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.