Fara í innihald

Útganga Breta úr Evrópusambandinu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bréf frá Theresu May forsætisráðherra Bretlands til Donalds Tusk forseta leigatogaráðs ESB um að virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans, dagsett 29. mars 2017.

Útganga Breta úr Evrópusambandinu eða í daglegu tali Brexit (sambland af ensku orðunum British „breskur“ og exit „útganga“) var úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB). Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var þann 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr ESB.[1] Þann 29. mars 2017 afhenti Theresa May forsætisráðherra Bretlands Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB bréf um að Bretland ætlaði að virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans og þar með hefja formlegar viðræður um úrsögn úr ESB.[2] Samkvæmt lögum átti Bretland að ganga formlega úr ESB klukkan 11:00 að breskum tíma þann 29. mars 2019 en eftir að þingið hefur hafnað skilyrðum útgöngusamninga bæði Theresu May og Boris Johnson. Viðræður við ESB hófust í júní 2017 og var þá stefnt að því að ljúka þeim fyrir október 2018. Útganga Breta tafðist talsvert og gengu þeir formlega úr sambandinu 31. janúar 2020.

Einhugur er meðal hagfræðinga að Brexit muni draga úr meðaltekjum Breta til lengri tíma.[3] Einnig er einhugur meðal hagfræðinga að þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf hafði skaðleg áhrif á efnahag Bretlands í þau tvö ár sem komu á eftir henni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að meðaltap á hverju bresku heimili sé um það bil 404 sterlingspund, eða milli 1,3% og 2,1% af landsframleiðslu.

Á aðfangadag 2020 náði stjórn Bretlands fram verslunarsamningi við ESB sem felur í sér að engir toll­ar eða inn­flutn­ingskvót­ar verði á flestar vör­ur sem flutt­ar verða á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Aftur á móti tryggir samningurinn ekki áframhaldandi ferðafrelsi né aðgang breskra fjármálafyrirtækja að innri markaði ESB, auk þess sem Norður-Írland verður áfram bundið af tollareglum ESB og lögsögu Evrópudómstólsins og skip Evr­ópu­sam­bands­ríkja munu áfram hafa nokkurn aðgang að breskum fiskimiðum. Jafnframt verður Bretlandi skylt að tryggja með eigin eftirlitsstofnun áfram sams konar leikreglur og tíðkast innan ESB fyrir framleiðslu og sölu á vörum.[4]

Aðdragandi

[breyta | breyta frumkóða]

Sex ríki (Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland) skrifuðu undir Parísarsáttmálann árið 1951 og stofnuðu þar með Kola- og stálbandalag Evrópu (KSBE). Á Messina-ráðstefnunni 1955 var litið svo á að KSBE hefði tekist vel og ákveðið var að útvíkka og dýpka samvinnu milli aðildarríkja. Árið 1957 var skrifað undir Rómarsáttmálann, og Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalag Evrópu (Euratom) voru þar með stofnuð. Árið 1967 voru þessar stofnanir endurnefndar Evrópubandalagið (EB).

Bretland sótti um aðild árin 1963 og 1967 en umsókninni var hafnað af þáverandi forseta Frakklands Charles de Gaulle.[5] Eftir de Gaulle sagði af sér var umsókn Bretlands samþykkt. Forsætisráðherra Bretlands Edward Heath skrifaði undir Aðildarsáttmálann 1972 og breska þingið samþykkti Evrópubandalagslögin (European Communities Act) seinna sama ár.[6][7] Bretland varð svo meðlimur í EB þann 1. janúar 1973 ásamt Danmörku og Írlandi.[8]

Samanburður á niðurstöðum atkvæðagreiðslan árin 1975 og 2016.

Árið 1974 voru haldnir kosningar í Bretlandi. Verkmannaflokkurinn í þá andstæðustjórn og eitt kosningaloforða þeirra var að endursemja um aðild Bretlands að EB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild í kjölfarið.[9] Verkmannaflokkurinn fór með sigur af hólmi. Síðan árið 1975 var fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan haldin um hvort Bretland ætti að vera áfram í EB eða ganga úr. Þrátt fyrir klofninga innan Verkmannaflokksins studdu allir helstu flokkarnir og miðlar aðild Bretlands að EB.[10] Þann 5. júní 1975 kusu 67,2% Breta á kjörskrá í öllum nema tveimur sýslum að vera áfram í EB.[11] Ekki er talið að nokkur tengsl séu á milli niðurstöðu þessarar atkvæðagreiðslu og þeirrar sem var haldin árið 2016.[12]

Kosningaherferð Verkmannaflokksins árið 1983 gekk út á loforð um að ganga úr EB án þjóðaratkvæðagreiðslu.[13] Eftir gífarlegan ósigur í kosningunum skipti flokkurinn um stefnu.[13] Árið 1985 staðfesti ríkisstjórn Margrétar Thatcher (Íhaldsflokkurinn) fyrstu stóru breytinguna á Rómarsáttmálanum – Einingarlögin – án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í október 1990 gekk Bretland inn í gengissamstarf Myntbandalagsins (ERM) vegna þrýstings frá háttsettum ráðherrum þrátt fyrir mótmæli Margrétar Thatcher. Sterlingspundið var því fest við þýska markið. Thatcher sagði af sér mánuði seinna vegna klofninga innan Íhaldsflokksins um andstæðu hennar við EB. Bretland og Ítalía neyddust til að ganga úr gengissamstarfinu þann 16. september 1992 vegna álags á pundið og líruna (dagurinn kallast Svarti miðvikudagur).[14]

Við gildistöku Maastrichtsáttmálans þann 1. nóvember 1993 var Evrópubandalagið endurnefnt Evrópusambandið (ESB).[15]

Atkvæðagreiðsluflokkurinn og UKIP

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1994 stofnaði James Goldsmith Atkvæðagreiðsluflokkinn (Referendum Party) sem bauð sig fram í kosningunum 1997 á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Bretlands við ESB. Flokkurinn var með frambjóðendur í 547 kjördæmum og fékk 810.680 atkvæði sem samsvarar 2,6% atkvæða.[16] Flokkurinn fékk þó ekki sæti á þinginu enda atkvæði þeirra mjög dreifð. Atkvæðagreiðsluflokkurinn var leystur upp eftir andlát Goldsmith árið 1997.

Breski sjálfstæðisflokkurinn (UK Independence Party eða UKIP) var stofnaður árið 1993 á grundvelli andstæðu við ESB. UKIP var þriðji stærsti flokkurinn í Evrópukosningunum 2004, annar stærsti í Evrópukosningunum 2009 og stærsti flokkurinn í Evrópukosningum 2014 en hlutur flokksins náði þá 27,5% atkvæða. Þetta var í fyrsta skiptið frá þingkosningum 1910 að annar flokkur en Verkmannaflokkurinn eða Íhaldsflokkurinn fékk stærsta hlutinn í kosningum.[17] Sigur UKIP í þessum kosningum er talinn stærsta ástæðan fyrir stuðningi við Brexit í kosningunum 2016.[18]

UKIP sigraði í tveimur aukakosningum árið 2014. Í þingkosningum 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða og hélt einu þeirra tveggja sæta á þinginu sem flokkurinn vann árið 2014.[19]

  1. „Bretar kjósa að ganga úr Evrópusambandinu“. Sótt 10. ágúst 2018.
  2. „May skrifar undir útgöngu Breta“. Sótt 10. ágúst 2018.
  3. 'Hard' Brexit offers '£135bn annual boost' to economy“, BBC News, 20. ágúst 2017.
  4. „Hvað er í pakk­an­um?“. mbl.is. 26. desember 2020. Sótt 29. desember 2020.
  5. 1967: De Gaulle says "non" to Britain – again“, BBC News, 27. nóvember 1976.
  6. „Into Europe“. Breska þingið. Sótt 5. september 2018.
  7. „English text of EU Accession Treaty 1972, Cmnd. 7463“ (PDF). Sótt 5. september 2018.
  8. 1973: Britain joins the EEC“, BBC News, 1. janúar 1973.
  9. Alex May, Britain and Europe since 1945 (1999).
  10. BBC ON THIS DAY – 26 – 1975: Labour votes to leave the EEC“, BBC.
  11. „Research Briefings – The 1974–1975 UK Renegotiation of EEC Membership and Referendum“. Breska þingið. Sótt 5. september 2018.
  12. „Who Voted for Brexit? A comprehensive district level analysis“. Becker, Fetzer, Novy, University of Warwick. Sótt 5. september 2018.
  13. 13,0 13,1 Vaidyanathan, Rajini. „Michael Foot: What did the "longest suicide note" say?“, BBC, 4. mars 2010.
  14. Dury, Hélène. „Black Wednesday“ (PDF). Sótt 5. september 2018.
  15. „EUROPA The EU in brief“. Europa (vefgátt). Sótt 5. september 2018.
  16. „UK Election 1997“. Politicsresources.net.
  17. 10 key lessons from the European election results“, The Guardian, 26. maí 2014.
  18. „Does Migration Cause Extreme Voting?“ (PDF). Becker og Fetzer við Háskólann í Warwick. Sótt 5. september 2018.
  19. Matt Osborn. „2015 UK general election results in full“, The Guardian, 7. maí 2015.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.