Fara í innihald

Ólafur Skúlason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Skúlason (29. desember 19299. júní 2008) var prestur og biskup Íslands frá 1989 til 1997. Ólafur var sakaður um kynferðislega misnotkun af fjölmörgum konum, þar á meðal dóttur sinni.

Ólafur Skúlason fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi sonur hjónanna Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddleifssonar.

Árið 1955 vígðist hann til þjónustu við íslenska söfnuði í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Árið 1960 var hann settur til starfa sem fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Þann 1. janúar árið 1964 tók hann við þjónustu í Bústaðasókn. Árið 1975 var hann skipaður dómprófastur í Reykjavík. 1983 var hann vígður vígslubiskup yfir Skálholtsstifti. Þá gegndi hann formennsku í Prestafélagi Suðurlands, Prestafélagi Íslands og Prófastafélagi Íslands.

Biskupstíð hans var tími mikilla umskipta fyrir þjóðkirkjuna sem stefndi í átt til meira sjálfstæðis auk þess sem áhrif leikmanna urðu æ meiri í stjórnkerfi hennar. Hápunktur þeirra breytinga voru lögin (Um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar) frá 1997 þar sem kirkjan hafði sjálf ákvörðunarrétt um þau málefni sem hana vörðuðu. Á þessum tíma var hann auk þess stjórnarmaður í Lútherska heimssambandinu og gegndi formennsku í stjórn ekúmenísku stofnunarinnar í Strassborg.

Á embættistíma hans kom upp röð hneykslismála sem tengdust prestum, auk ásakana á hendur Ólafi sjálfum um kynferðisbrot í fyrra starfi sem sóknarprestur Bústaðakirkju. Árið 2010 fór dóttir hans Guðrún Ebba Ólafsdóttir á fund Kirkjuráðs og sagði Ólaf hafa misnotað sig kynferðislega í mörg ár.[1] Árið 2011 kom út samtalsbók við Guðrúnu Ebbu sem Elín Hirst skráði og nefnist hún Ekki líta undan. Þar segir Guðrún Ebba frá lífi sínu í skugga kynferðisofbeldis og afneitunar og baráttu við lífsvanda sem þar af hlýst.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs“. Sótt 20. ágúst 2010.


Fyrirrennari:
Pétur Sigurgeirsson
Biskup Íslands
(19891997)
Eftirmaður:
Karl Sigurbjörnsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.