Fara í innihald

Sigurgeir Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurgeir Sigurðsson (3. ágúst 1890 - 13. október 1953) var biskup íslensku Þjóðkirkjunnar frá 1939 til 1953. Hann var faðir Péturs Sigurgeirssonar biskups. [1] [2]

Í tíð Sigurgeirs urðu veigamiklar breytingar á íslensku þjóðkirkjunni samfara örri þróun á sviði samfélags og menningar í landinu. Meðal þess helsta ber að nefna: Skiptingu Reykjavíkur í prestaköll (sbr. lög nr. 76/1940). Lög um skipun prestakalla (nr. 31/1952). Prestssetur voru lögfest. Heimild var gefin um frekari skiptingu Reykjavíkur í prestaköll. Lög um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar (nr. 73/1941). Lög um sóknargjöld (nr. 36/1948) Hækkun á gjöldum og vísitölutenging sóknargjalda.

Þá ber að nefna frumkvæði Sigurgeirs til æskulýðsstarfs, með barnaguðsþjónustum og margvíslegri útgáfu. Hann hvatti til útgáfu safnaðarblaða. Einnig fól hann kirkjuráði að kaupa sýningarvél sem söfnuðir gátu fengið til kvikmyndasýninga. Að hans frumkvæði var Kirkjubyggingasjóður settur á fót og aukin krafa var gerð um fagmennsku innan prestastéttar. Þá beitti hann sér fyrir auknum tengslum við systurkirkjur þjóðkirkjunnar, einkum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Loks var Sigurgeir virkur í baráttu sinni fyrir aðskilnaði frá dönsku krúnunni og hafði áhrif á það að Ísland varð lýðveldi sem staðfest var á Þingvöllum þann 17. júní 1944.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "Sigurgeir Sigurðsson", Andvari 84. árg. 2. tölubl. 1959 bls. 115-129.
  2. Merkir Íslendingar. "Sigurgeir Sigurðsson", Morgunblaðið, Reykjavik, 3. ágúst 2012..

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Pétur Sigurgeirsson. „Sigurgeir Sigurðsson“. Faðir minn - presturinn. Skuggsjá, Hafnarfirði, 1977: bls. 181-197. .


Fyrirrennari:
Jón Helgason (biskup)
Biskup Íslands
(19391953)
Eftirmaður:
Ásmundur Guðmundsson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.