Fara í innihald

Guðrún Karls Helgudóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðrún Karls Helgudóttir (fædd 27. apríl 1969) er íslenskur prestur og núverandi biskup Íslands. Hún er sóknarprestur í Grafarvogssókn og hefur starfað á Akranesi, Seltjarnarnesi og í Gautaborg.

Guðrún sigraði í seinni umferð biskupskjörs 2024 og hlaut rúm 52% atkvæði.[1][2] Hún var vígð til embættis þann 1. september.[1]

Guðrún er fædd í Reykjavík. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1992 og með B.A.-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998. Hún lauk cand. theol.-prófi við sama skóla árið 2000. Hún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju á árunum 1999 til 2000.[3]

Guðrún var í starfsnámi í Gautaborgarstifti árin 2001 til 2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg árin 2000 til 2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby-söfnuðinum í borginni. Hún vígðist þann 11. janúar 2004 í Dómkirkjunni í Gautaborg.[3]

Guðrún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur verið sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016.[3]

Guðrún er gift Einari Erni Sveinbjörnssyni og á með honum tvær dætur og tvær dótturdætur.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Andri Yrkill Valsson (7. maí 2024). „Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup“. RÚV. Sótt 7. maí 2024.
  2. „Sr. Guðrún nýr biskup“. mbl.is. 7. maí 2024. Sótt 7. maí 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands“. Þjóðkirkja Íslands. 7. maí 2024. Sótt 7. maí 2024.