Alþingiskosningar 2013
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
63 sæti á Alþingi 32 sæti þarf fyrir meirihluta | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn: 81,4% 3,6% | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
|
Alþingiskosningar 2013 voru haldnar 27. apríl 2013. Þær voru 21. kosningarnar til Alþingis frá lýðveldisstofnun. Til viðbótar við þá fjóru flokka sem sögulega hafa myndað það sem kallað hefur verið íslenska fjórflokkakerfið, boðuðu 11 ný framboð þátttöku. Framboðin voru því 15 í allt og hafa aldrei verið fleiri í alþingiskosningum en 11 þeirra buðu fram í öllum kjördæmum.
Undanliðið kjörtímabil einkenndist af hörðum deilum um mörg stór mál á borð við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, Icesave, stjórnarskrármál og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í ýmsum málum var ekki samstaða innan stjórnarmeirihlutans á þingi og gengu nokkrir þingmenn úr þingflokkum stjórnarflokkanna þannig að síðustu mánuði sína í embætti var stjórnin í raun minnihlutastjórn sem naut hlutleysis óflokksbundinna þingmanna. Sú staða er óvenjuleg í íslenskum stjórnmálum en mikil hefð er fyrir sterkum meirihlutastjórnum.[1]
Úrslit kosninganna
[breyta | breyta frumkóða]Flokkur | Atkvæði | % | Fulltrúar | +/– | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfstæðisflokkurinn (D) | 50.466 | 26,70 | 19 | +3 | |
Framsóknarflokkurinn (B) | 46.176 | 24,43 | 19 | +10 | |
Samfylkingin (S) | 24.296 | 12,85 | 9 | -11 | |
Vinstri græn (V) | 20.552 | 10,87 | 7 | -7 | |
Björt framtíð (A) | 15.584 | 8,24 | 6 | +6 | |
Píratar (Þ) | 9.649 | 5,10 | 3 | +3 | |
Dögun (stjórnmálasamtök) (T) | 5.855 | 3,10 | 0 | – | |
Flokkur heimilanna (I) | 5.709 | 3,02 | 0 | – | |
Lýðræðisvaktin (L) | 4.659 | 2,46 | 0 | – | |
Hægri grænir (G) | 3.263 | 1,73 | 0 | – | |
Regnboginn (J) | 2.022 | 1,07 | 0 | – | |
Landsbyggðarflokkurinn (M) | 326 | 0,17 | 0 | – | |
Sturla Jónsson (K) | 222 | 0,12 | 0 | – | |
Húmanistaflokkurinn (M) | 126 | 0,07 | 0 | – | |
Alþýðufylkingin (R) | 118 | 0,06 | 0 | – | |
Samtals | 189.023 | 100,00 | 63 | – | |
Gild atkvæði | 189.023 | 97,52 | |||
Ógild atkvæði | 582 | 0,30 | |||
Auð atkvæði | 4.217 | 2,18 | |||
Heildarfjöldi atkvæða | 193.822 | 100,00 | |||
Kjósendur á kjörskrá | 237.807 | 81,50 | |||
Heimild: Hagstofa Íslands |
Framkvæmd
[breyta | breyta frumkóða]Kosningarnar fóru fram 27. apríl 2013, fjórum árum og tveimur dögum eftir alþingiskosningar 2009. Frestur til þess að skila inn framboðslistum var til 12. apríl. Kosningarnar voru þær fyrstu á Íslandi þar sem fatlaðir kjósendur hafa lögbundinn rétt til þess að velja sér sjálfir aðstoðarmann til þess að aðstoða þá við kosninguna fremur en að fulltrúi kjörstjórnar geri það.[2]
Í kosningunum 2009 var fjöldi atkvæðabærra manna á kjörskrá á bakvið hvert þingsæti ríflega tvöfalt meiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi en lögin um kosningar til Alþingis[3] kveða á um munurinn megi ekki vera meiri en tvöfaldur og að færa skuli kjördæmissæti á milli kjördæma til þess að ná fram því markmiði. Samkvæmt tilkynningu landkjörstjórnar færist því eitt sæti frá norðvesturkjördæmi til suðvesturkjördæmis.[4] Þetta er í annað skiptið sem þingsæti flyst á milli kjördæma með þessum hætti eftir að núverandi kjördæmaskipan var tekin upp en í fyrra skiptið fluttist eitt sæti á milli sömu kjördæma fyrir kosningarnar 2007. Skipting þingsæta í kosningunum 2013 var því sem hér segir:
Kjördæmi | kjördæmissæti | jöfnunarsæti | samtals | breyting |
Reykjavík norður | 9 | 2 | 11 | |
Reykjavík suður | 9 | 2 | 11 | |
Suðvestur | 11 | 2 | 13 | 1 |
Norðvestur | 7 | 1 | 8 | 1 |
Norðaustur | 9 | 1 | 10 | |
Suður | 9 | 1 | 10 |
Ákvörðun landskjörstjórnar um mörk Reykjavíkurkjördæmanna var birt 26. mars 2013 en mörkin eru óbreytt frá kosningunum 2009 og liggja eftir Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og í gegnum mitt Grafarholtshverfi.[5]
Framboð
[breyta | breyta frumkóða]15 framboð voru í boði, þar af 11 sem bjóða fram á landsvísu. Farið er yfir mál hvers og eins framboðs hér fyrir neðan. Fyrst eru taldir í stafrófsröð þeir flokkar sem fengu kjörna fulltrúa á þing 2009. Önnur framboð fylgja í stafrófsröð þar á eftir.
Framboð á landsvísu
[breyta | breyta frumkóða]Björt framtíð (A)
[breyta | breyta frumkóða]Björt framtíð var formlega stofnuð 4. febrúar 2012 en undirbúningur hafði þá staðið um nokkurt skeið. Formenn flokksins eru Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. Björt framtíð hefur mikil tengsl við Besta flokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur og margir sem koma að starfi Bjartrar framtíðar eru einnig virkir innan Besta flokksins. Guðmundur Steingrímsson var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í norðvesturkjördæmi í kosningunum 2009 en sagði sig úr flokknum 23. ágúst 2011 og hefur síðan þá verið óháður þingmaður. Um leið og hann sagði sig úr flokknum boðaði Guðmundur stofnun nýs stjórnmálaafls sem ætti að höfða til frjálslynds fólks í öllum flokkum.[6]
Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum.“
— Guðmundur Steingrímsson.
Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sig úr þeim flokki 11. október 2012 og gekk til liðs við Bjarta framtíð.[7] Flokkurinn hefur því tvo menn á þingi en sérstakur þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur þó ekki verið stofnaður. Val á framboðslista Bjartrar framtíðar í öllum kjördæmum fór fram með uppstillingu sérstakrar sex manna nefndar en tillögur hennar voru síðar samþykktar af 40 manna stjórn flokksins.[8]
Framsóknarflokkurinn (B)
[breyta | breyta frumkóða]Af sitjandi þingmönnum Framsóknarflokksins ákváðu Siv Friðleifsdóttir[9] og Birkir Jón Jónsson[10] að gefa ekki kost á sér áfram. Í norðausturkjördæmi, suðurkjördæmi og suðvesturkjördæmi var valið á framboðslista flokksins með tvöföldu kjördæmisþingi en í norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum var uppstilling kjörnefndar.[11][12] Sérstaka athygli vakti að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kaus að bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi frekar en í Reykjavík þar sem hann hafði áður verið í framboði. Höskuldur Þórhallsson var ósáttur við þessa ákvörðun formannsins en hann var í öðru sæti í norðausturkjördæmi 2009 og ætlaði sér fyrsta sætið á listanum eftir brotthvarf Birkis Jóns. Upp kom deila um það hvort að Höskuldur hafi vitað af ákvörðun Sigmundar um að sá síðarnefndi hygðist bjóða sig fram í norðausturkjördæmi þegar sá fyrrnefndi tilkynnti sjálfur um þá fyrirætlan.[13]
Á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit 1. desember 2012 var Sigmundur Davíð valinn til þess að leiða listann með 63% atkvæða á móti 35% atkvæða sem féllu Höskuldi í vil. Þegar sú niðurstaða lá fyrir bauð Höskuldur sig fram í annað sæti listans og fékk stuðning 63% atkvæða í það sæti.[14]
Flokksþing Framsóknarflokksins fór fram 8.–10. febrúar 2013. Sigmundur Davíð var þar einn í framboði til formanns og hlaut 97,6% greiddra atkvæða en Sigurður Ingi Jóhannsson bauð sig einn fram til varaformennsku og hlaut 94,7% greiddra atkvæða.[15][16]
Sjálfstæðisflokkurinn (D)
[breyta | breyta frumkóða]Sjálfstæðisflokkurinn fékk verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum 2009 en hefur þó verið stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir[9], Ólöf Nordal[17] og Ásbjörn Óttarsson[18] sóttust ekki eftir áframhaldandi þingsetu.
Í öllum kjördæmum nema einu var valið á framboðslista í lokuðum prófkjörum. Í norðvesturkjördæmi var kosið í fjögur efstu sæti listans á tvöföldu kjördæmisráði.[19] Í prófkjörinu í suðvesturkjördæmi vakti athygli að Bjarni Benediktsson formaður flokksins skyldi fá tvö mótframboð í fyrsta sæti listans frá Ragnari Önundarsyni sem sóttist sérstaklega eftir 1. sæti og Vilhjálmi Bjarnasyni sem sóttist efir 1.–6. sæti listans.[20] Bjarni vann fyrsta sætið með 56% greiddra atkvæða sem þótti slök niðurstaða fyrir sitjandi formann en forystusætið var þó aldrei í hættu þar sem önnur atkvæði dreifðust á marga frambjóðendur. Vilhjálmur Bjarnason fékk rúmlega 13% fylgi í fyrsta sætið og Ragnheiður Ríkharðsdóttir um 9% fylgi þrátt fyrir að sækjast aðeins eftir öðru sæti listans.[20] Vilhjálmur endaði í fjórða sæti í prófkjörinu og Elín Hirst í því fimmta en þau hafa ekki áður setið á þingi.[21]
Prófkjör flokksins í Reykjavík fór fram 24. nóvember 2012. Í framboði til fyrsta sætis listans voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. 74% kjósenda settu Hönnu Birnu í fyrsta sætið.[22] Sá nýliði í landsmálunum fyrir utan Hönnu Birnu sem náði lengst var Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélags Íslands, sem náði fjórða sæti.[22] Aðrir nýliðar sem náðu efstu sætum í prófkjörum eða röðun voru Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari í öðru sæti í norðausturkjördæmi og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands í öðru sæti í norðvesturkjördæmi.[23][24] Tveir sitjandi þingmenn flokksins, þeir Árni Johnsen og Tryggvi Þór Herbertsson, féllu með afgerandi hætti í prófkjörum í suður- og norðausturkjördæmum en hvorugur þeirra náði að verða á meðal sex efstu.[23][25]
Staða formannsins Bjarna Benediktssonar hefur verið mikið til umræðu.[26][27] Hanna Birna Kristjánsdóttir bauð sig fram gegn honum á landsfundi flokksins 2011 en Bjarni stóðst þá atlögu. Samkvæmt skoðanakönnun í febrúar 2013 töldu 82% aðspurðra að Hanna Birna yrði sterkari formaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á móti 9% sem töldu Bjarna sterkari formannskost.[28] Hanna Birna sóttist þó ekki eftir formannsembættinu en bauð sig fram til varaformanns á landsfundi en það embætti losnaði með brotthvarfi Ólafar Nordal.[29] Á landsfundi var Bjarni endurkjörinn formaður með 79% atkvæða en Hanna Birna fékk 18,5% atkvæða þrátt fyrir að vera ekki í framboði til formanns.[30] Hún var hins vegar ein í framboði í til varaformanns og hlaut 95% gildra atkvæða í það embætti.[31]
Hægri grænir (G)
[breyta | breyta frumkóða]Hægri grænir eru stjórnmálaflokkur sem stofnaður var 17. júní 2010 undir formennsku Guðmundar Franklín Jónssonar. Flokkurinn telur sig til hægri í stjórnmálum og leggur m.a. áherslu á umhverfismál, skuldavanda heimila og andstöðu við Evrópusambandsaðild.[32]
Flokkur heimilanna (I)
[breyta | breyta frumkóða]Halldór Gunnarsson í Holti, sem nýverið sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum, Inga Karen Ingólfsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason áttu frumkvæðið að stofnun flokks undir heitinu Flokkur heimilanna.[33][34] 1. apríl 2013 var kynnt að átta samtök myndu standa að framboðinu og að Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur og útvarpsmaður myndi verða formaður þess.[35] Flokkurinn býður fram undir listabókstafnum I en ein þeirra samtaka sem standa að flokknum, Lýðveldisflokkurinn, hafði áður fengið þeim bókstaf úthlutað.[36]
Regnboginn (J)
[breyta | breyta frumkóða]Jón Bjarnason, Bjarni Harðarson, Atli Gíslason og fleiri standa að framboði Regnbogans sem lýst er sem regnhlífarsamtökum sem leggja áherslu á fullveldi og sjálfbæra þróun.[37] Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafnum J.[38]
Lýðræðisvaktin (L)
[breyta | breyta frumkóða]Tilkynnt var um fyrirhugað framboð Lýðræðisvaktarinnar 16. febrúar 2013. Að henni stóðu meðal annars Lýður Árnason, Þorvaldur Gylfason , Pétur Gunnlaugsson og Örn Bárður Jónsson en allir sátu þeir stjórnlagaráði.[39] Lýður starfaði áður með Dögun en sagði sig úr þeim flokki í janúar 2013 þar sem hann var ósammála áherslum þar.[40] Pétur Gunnlaugsson sagði sig úr flokknum 25. mars vegna málefnaágreinings.[41] Framboðið fékk listabókstafinn „L“.[42]
Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands (S)
[breyta | breyta frumkóða]Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur leitt ríkisstjórn undanliðins kjörtímabils en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fyrrum formaður flokksins, sóttist ekki eftir endurkjöri.[43] Hún hættir því á þingi eftir 35 ára samfellda setu þar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hefur verið forseti Alþingis lengst af kjörtímabilsins mun einnig hætta.[44]
Í öllum kjördæmum var notast við lokað prófkjör („flokksval“) við val á framboðslista. Sérstök athygli beindist að prófkjöri flokksins í suðvesturkjördæmi þar sem Árni Páll Árnason – sem þá hafði gefið það út að hann sæktist eftir formannsembætti í Samfylkingunni – var í framboði til sætis og atti þar kappi við Katrínu Júlíusdóttur sem einnig var talin líkleg til þess að stefna á formannsframboð.[45] Prófkjörið fór fram 9. – 10. nóvember og Árni Páll sigraði með 1041 atkvæði í fyrsta sætið en Katrín hlaut 910 atkvæði í fyrsta sætið.[46] Nýjir frambjóðendur sem ekki hafa áður setið á þingi en náðu ofarlega á lista í prófkjörum Samfylkingarinnar eru til dæmis Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi í þriðja sæti í Reykjavík suður, Erna Indriðadóttir upplýsingafulltrúi Alcoa í öðru sæti í norðausturkjördæmi.[47][48] Af sitjandi þingmönnum hafnaði Sigmundur Ernir Rúnarsson í 4. sæti í norðausturkjördæmi og á litla möguleika á að komast á þing nema fylgi Samfylkingarinnar verði mun meira en skoðanakannanir gefa til kynna.[48]
Landsfundur Samfylkingarinnar fór fram 1. – 3. febrúar 2013. Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson létu þá af embættum sínum sem formaður og varaformaður flokksins. Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson voru í framboði til formanns en kosning til þess embættis fór fram rafrænt og var opin öllum skráðum meðlimum flokksins. 5.621 greiddu atkvæði og sigraði Árni Páll með 62,2% greiddra atkvæða.[49] Í framboði til varaformanns voru Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir og náði Katrín kjöri með atkvæðum 308 landsfundarfulltrúa á móti 214 atkvæðum Oddnýjar.[50]
Dögun (T)
[breyta | breyta frumkóða]Dögun eru stjórnmálasamtök sem urðu til úr Borgarahreyfingunni með aðkomu Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins og nokkurra einstaklinga sem sátu í stjórnlagaráði.[51] Framboðið hefur fengið úthlutað listabókstafnum T.[52] Sérstök 13 manna nefnd mun stilla upp framboðslistum í öllum kjördæmum. Þór Saari er oddviti nefndarinnar en Guðjón Arnar Kristjánsson varamaður hans.[53] Meðal þeirra sem eru tengdir framboðinu eru Andrea J. Ólafsdóttir, Gísli Tryggvason og Margrét Tryggvadóttir.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V)
[breyta | breyta frumkóða]Vinstrihreyfingin - grænt framboð býður fram til Alþingis í fimmta skiptið en nú í fyrsta skiptið eftir að hafa setið heilt kjörtímabil í ríkisstjórn. Hreyfingin fékk 14 menn kjörna í kosningunum 2009 en fjórir þingmenn, þau Atli Gíslason,[54] Ásmundur Einar Daðason[55], Jón Bjarnason[56] og Lilja Mósesdóttir,[54] sögðu skilið við þingflokkinn á tímabilinu á meðan einn, Þráinn Bertelsson, gekk til liðs við hreyfinguna.[57] Þar að auki lét Guðfríður Lilja Grétarsdóttir af þingmennsku um áramót 2012 og 2013.[58] Af þingmönnum hreyfingarinnar í lok tímabils sækjast Þráinn Bertelsson[59] og Þuríður Backman[9] ekki eftir áframhaldandi setu á þingi.
Í fimm kjördæmum var valið á framboðslista með prófkjörum (forvali) en í suðurkjördæmi var stillt upp á framboðslista. Í prófkjöri í suðvesturkjördæmi buðu Ögmundur Jónasson og Ólafur Þór Gunnarsson sig fram í fyrsta sætið. Ögmundur sigraði með 53% atkvæða í fyrsta sætið en Ólafur lenti í öðru sæti. Vegna kynjareglu var Ólafur færður niður í þriðja sætið en Rósa Björk Brynjólfsdóttir var í öðru sæti.[60] Björn Valur Gíslason flutti sig um kjördæmi og bauð sig fram í Reykjavík frekar en norðausturkjördæmi en var ekki á meðal efstu manna í prófkjörinu þar.[61] Lilja Rafney Magnúsdóttir varð í fyrsta sæti í prófkjörinu í norðvesturkjördæmi[62] og Steingrímur J. Sigfússon í norðausturkjördæmi.[63] Í suðurkjördæmi var Arndís Soffía Sigurðardóttir valin í efsta sæti listans af uppstillingarnefnd.[64]
16. febrúar 2013 tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon formaður hreyfingarinnar að hann myndi hætta sem formaður á landsfundi VG sem fram fer 22.-24. febrúar.[65] Steingrímur hefur verið formaður hreyfingarinnar frá stofnun hans 1999. Daginn eftir tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður um framboð sitt til formanns.[66] Katrín var ein í framboði til formanns og hlaut stuðning 98% greiddra atkvæða.[67] Björn Valur Gíslason sigraði í kosningu til varaformanns með ríflega 50% atkvæða gegn tveimur mótframbjóðendum.[68]
Píratar (Þ)
[breyta | breyta frumkóða]Píratar á Íslandi stofnuðu stjórnmálaflokk að fyrirmynd erlendra pírataflokka 24. nóvember 2012.[69] Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingmaður Hreyfingarinnar kom að stofnuninni og bauð sig fram til setu á framboðslista Pírata. Stefnumál flokksins eru mótuð á sérstökum umræðu- og kosningavef flokksins og þar sem jafnframt var valið á framboðslista hans. Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafnum Þ.[70]
Framboð í færri kjördæmum
[breyta | breyta frumkóða]Húmanistaflokkurinn (H)
[breyta | breyta frumkóða]Húmanistaflokkurinn var stofnaður árið 1984 og hefur í þrígang boðið fram til Alþingis, síðast 1999. Hann stefnir á framboð í öllum kjördæmum og hefur fengið úthlutað listabókstafnum „H“.[71][52]
Sturla Jónsson (K)
[breyta | breyta frumkóða]Sturla Jónsson vörubílsstjóri er með framboð í eigin nafni en framboðið hét áður Framfaraflokkurinn.[72] Framboðið hefur fengið úthlutað listabókstafnum K.[73] Það býður einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Landsbyggðarflokkurinn (M)
[breyta | breyta frumkóða]Stofnfundur sérstaks landsbyggðarflokks fer fram 23. febrúar 2013 en undirbúningshópur hafði þá verið starfandi undir stjórn Magnúsar Hávarðssonar á Ísafirði. Aðstandendur flokksins telja hallað á landsbyggðina í ýmsum málaflokkum og að stefna annarra flokka mótist um of af tenglsum þeirra við höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn stefndi að framboði í landsbyggðarkjördæmunum þremur en skilaði aðeins framboðslista í norðvesturkjördæmi.[74]
Alþýðufylkingin (R)
[breyta | breyta frumkóða]Alþýðufylkingin var stofnuð 13. janúar 2013 en framhaldsstofnfundur átti sér stað 16. febrúar. Flokkurinn er róttækur vinstri flokkur sem ætlar sér að vera „baráttutæki íslenskrar alþýðu til að bæta hag sinn með því að heimta sitt úr höndum auðstéttarinnar.“[75] Formaður flokksins er Þorvaldur Þorvaldsson og varaformaður er Vésteinn Valgarðsson.[75] Alþýðufylkingin hefur listabókstafinn R og bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveim.
Framboð sem eru óvirk eða hafa hætt við framboð
[breyta | breyta frumkóða]Hér að neðan eru listuð þau framboð sem voru til umræðu í aðdraganda kosninga en buðu ekki fram.
Samstaða (C)
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnmálaflokkurinn Samstaða varð til í febrúar 2012 og var í upphafi undir forystu Lilju Mósesdóttur auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar. Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafnum „C“ og boðaði framboð í öllum kjördæmum.[76] Lilja hafði verið kjörin á þing 2009 fyrir vinstri græn en sagði sig úr þeim flokki 21. mars 2011 vegna ágreinings við forystu flokksins um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, vegna Icesave-málsins og skuldavanda heimila.[54]
Flokkurinn fór mjög kröftuglega af stað og mældist í einni skoðanakönnun í febrúar 2012 með næst mest fylgi allra framboða eða 21,3%.[77] Fylgi flokksins átti þó aldrei eftir að mælast svo hátt aftur og dalaði hratt á næstu vikum og mánuðum auk þess sem áberandi samstarfserfiðleikar voru til staðar sem urðu til þess að Sigurður Þ. Ragnarsson yfirgaf flokkinn fljótlega eftir stofnun hans. 23. ágúst 2012 tilkynnti Lilja um það að hún myndi ekki sækjast eftir því að gegna áfram formannsembætti í Samstöðu á landsfundi flokksins sem yrði haldinn 6. október sama ár og þannig axla ábyrgð á fylgistapinu.[78] Lilja tilkynnti svo 22. desember 2012 að hún ætlaði sér ekki að sækjast eftir endurkjöri á þing og yrði því ekki í framboði fyrir Samstöðu.[79] Á landsfundi Samstöðu 9. febrúar 2013 var samþykkt að flokkurinn myndi ekki bjóða fram í kosningunum en starfa áfram og reyna að hafa áhrif á stjónmálaumræðuna. Lilja Mósesdóttir var jafnframt kjörin formaður flokksins á nýjan leik.[80]
Bjartsýnisflokkurinn (E)
[breyta | breyta frumkóða]Bjartsýnisflokkurinn kennir sig við „hófsama þjóðernishyggju“ og boðaði mögulegt framboð með fréttatilkynningu til fjölmiðla í júní 2012.[81] Einar Gunnar Birgisson var þá formaður flokksins og forsvarsmaður hans. Framboðið fékk úthlutað listabókstafnum „E“ en 300 meðmælendur þarf til þess að framboð fái úthlutað staf.[82] Málefni innflytjenda og hælisleitenda eru flokkinum mjög hugleikin en öll stefnumál hans samkvæmt fréttatilkynningu snúast um þann málaflokk og fela í sér „eins stranga innflytjendalöggjöf og við komust upp“ og að mun strangari hömlur verði settar við veitingu pólitísks hælis.[81] Í janúar 2013 virtist áform flokksins um framboð vera í uppnámi. Einar Gunnar hefur sagt sig frá flokksstarfinu og aðrir ekki boðið sig fram til þess að leiða framboðið.[83] Listabókstafur flokksins var afskráður 26. mars 2013 eftir að hann tilkynnti innanríkisráðuneytinu um að hætt hafi verið við framboðið.[84]
Lýðfrelsisflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Lýðfrelsisflokkurinn (sem áður var kallaður Norræni íhaldsflokkurinn) boðaði framboð snemma árs 2012 og kvaðst sækja fyrirmyndir til borgaralegra flokka á Norðurlöndunum og Þýskalandi.[85] Engar fréttir hafa borist eftir það um að framboð sé í undirbúningi.
Kristin stjórnmálasamtök
[breyta | breyta frumkóða]Kristin stjórnmálasamtök boðuðu framboð í janúar 2013 um leið og Snorri Óskarsson, oft kenndur við söfnuðinn Betel, gekk til liðs við samtökin. Frekari fréttir hafa ekki borist af framboðsáformum samtakanna.[86]
Kannanir
[breyta | breyta frumkóða]
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands Björt framtíð Vinstrihreyfingin – grænt framboð Píratar Hægri grænir Lýðræðisvaktin Dögun Samstaða aðrir |
Að neðan er yfirlit yfir birtar skoðanakannanir frá ársbyrjun 2012. Skyggðar tölur í hverri röð merkja stærstu framboðin sem samanlagt hafa yfir helming fylgis í þeirri könnun.
Framkvæmd | Aðili | Úrtak | Nefna flokk | Framsóknarfl. | Sjálfstæðisfl. | Samfylkingin | Vinstri græn | Björt framtíð | DögunD | Hægri grænir | Lýðræðisvaktin | Píratar | Samstaða | Aðrir |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
11.4 – 14.4 | MMR | 930M | 81,9% | 32,7% | 22,9% | 10,4% | 6,7% | 9,5% | 3,6% | 1,0% | 3,0% | 9,0% | 1.4% | |
5.4 – 8.4 | MMR | 906M | ? | 30,2% | 21,2% | 12,7% | 8,1% | 9,2% | 1,9% | 2,2% | 3,6% | 7,8% | 3,0% | |
2.4 – 8.4 | Félagsvísindastofnun HÍ | 3700 (61%) | 30,9% | 18,9% | 12,6% | 8,8% | 10,9% | 3,0% | 5,6% | 9,3% | ||||
3.4 – 4.4 | Fréttablaðið / Stöð 2 | 1231 (800)F | 64,1% | 40,0% | 17,8% | 9,5% | 5,6% | 8,3% | 0,6% | 3,5% | 2,8% | 5,6% | 5,0% | |
14.3 – 1.4 | Þjóðarpúls Gallup | 7290 (60,2%) G | 80,1% | 28,3% | 22,4% | 15,0% | 8,5% | 12,7% | 1,5% | 2,1% | 3,1% | 4,4% | 2% | |
22.3 – 25.3 | MMR | 893M | ? | 29,5% | 24,4% | 12,5% | 8,7% | 12,0% | 1,7% | 2,5% | 1,7% | 3,9% | 3,2% | |
18.3 – 26.3 | Félagsvísindastofnun HÍ[87] | 3400 (60%) | 1284 | 28,5% | 26,1% | 12,8% | 8,0% | 11,4% | 1,4% | 2,1% | 2,6% | 3,3% | 3,0% | |
13.3 – 14.3 | Fréttablaðið / Stöð 2 Geymt 13 apríl 2013 í Archive.today | 1295 (801)F | 59,9% | 31,9% | 27,6% | 13,8% | 7,1% | 9,1% | 1,6% | 2,4% | 1,4% | 1,8% | 2,0% | |
7.3 – 12.3 | MMR | 875M | 79,9% | 25,9% | 27,2% | 12,4% | 9,6% | 15,2% | 1,9% | 2,1% | 3,6% | 2,0% | ||
28.2 – 14.3 | Þjóðarpúls Gallup | 4243 (60,1%) G | 80,6% | 25,5% | 26,8% | 14,0% | 8,9% | 13,2% | 0,7% | 2,8% | 3,3% | 3,8% | 1,0% | |
27.2 – 28.2 | Fréttablaðið / Stöð 2 | 1382 (800)F | 57,8% | 26,1% | 29,0% | 12,8% | 11,8% | 8,7% | 2,0% | 2,6% | 2,6% | 1,6% | 2,3% | |
19.2 – 4.3 | Félagsvísindastofnun HÍ[87] | 2400 (55%) | 22,4% | 29,4% | 16,1% | 9,9% | 12,0% | 0,9% | 2,3% | 3,7% | 1,8% | 1,4% | ||
19.2 – 21.2 | MMR | 814M | ? | 23,8% | 28,5% | 12,8% | 9,5% | 15,3% | 2,2% | 2,5% | 2,4% | 3,0% | ||
31.1 - 28.2 | Þjóðarpúls Gallup | 7273 (61,1%) G | 79,4% | 22,1% | 29,7% | 15,4% | 7,4% | 16,2% | 1,3% | 3,2% | 2,3% | 2,4% | ||
31.1 – 6.2 | MMR | 874M | 76,8% | 19,5% | 33,0% | 16,2% | 8,6% | 17,8% | 0,9% | 1,8% | 0,6% | 0,7% | 0,8% | |
Birt 3.2 | Plúsinn[88] | ~800 svörP | 100,0%P1 | 18,4% | 32,7% | 14,4% | 5,7% | 14,0% | 2,0% | 6,0% | 2,0% | 3,0% | 1,0% | |
30.1 – 31.1 | Fréttablaðið / Stöð 2[óvirkur tengill] | 1382 (800)F | 54,6% | 20,8% | 32,0% | 11,9% | 11,4% | 16,4% | 1,5% | 4,3% | 0,9% | 0,2% | ||
3.1 – 31.1 | Þjóðarpúls Gallup[óvirkur tengill] | 9798 (60,1%)G | 77,7% | 14,2% | 35,5% | 15,6% | 7,9% | 18,6% | 2,1% | 2,5% | 2,1% | 1,0% | 0,4% | |
Birt 20.1 | MMR | -M1 | - | 14,8% | 34,5% | 17,3% | 8,6% | 17,6% | 2,2% | 2,0% | 1,4% | 1,5% | ||
Birt 20.1 | Plúsinn[89] | ~1800 | ~1400 | 12,5% | 40,6% | 19,9% | 5,0% | 14,1% | 2,0% | 3,0% | 1,0% | 1,0% | 0,1% | |
16.1 – 17.1 | Fréttablaðið / Stöð 2 Geymt 13 apríl 2013 í Archive.today | 1342 (800) | 59,8% | 11,9% | 40,7% | 19,2% | 7,3% | 14,4% | 1,9% | 1,9% | 0,6% | 0,6% | 1,0% | |
28.11 – 28.12 | Þjóðarpúls Gallup | 6860 (6%) | 76,9% | 13,1% | 36,3% | 19,1% | 9,1% | 12,3% | 3,0% | 2,6% | 2,5% | 1,3% | 0,4% | |
Birt 11.12 | MMR | -M1 | - | 13,6% | 37,4% | 17,4% | 11,2% | 11,5% | 3,1% | 2,0% | 1,9% | 2,0% | ||
1.11 – 29.11 | Þjóðarpúls Gallup | 5759(6%) | 73,1% | 12,7% | 35,9% | 22,5% | 10,6% | 8,1% | 3,8% | 3,3% | 1,9% | 1,7% | ||
Birt 13.11 | MMR | -M1 | - | 12,0% | 37,7% | 18,6% | 11,3% | 10,8% | 2,4% | 3,1% | 2,3% | 1,8% | ||
27. 9 – 31.10 | Þjóðarpúls Gallup | 9150 (60,1%) | 70,9% | 12,1% | 36,2% | 22,1% | 11,7% | 6,9% | 3,8% | 3,8% | 1,9% | 1,7% | ||
Birt 12.10 | MMR | -M1 | - | 11,2% | 35,3% | 21,2% | 13,9% | 8,8% | 2,1% | 2,1% | 3,1% | 1,9% | ||
Birt 20.9 | MMR | -M1 | - | 17,0% | 34,9% | 17,7% | 15,8% | 6,8% | 2,6% | 1,0% | 4,1% | |||
30.8 – 27.9 | Þjóðarpúls Gallup | 5591 (60,2%) | 71,6% | 14,2% | 37,1% | 19,4% | 12,4% | 4,9% | 3,6% | 4,4% | 2,4% | 1,7% | ||
Birt 6.9 | MMR | -M1 | - | 13,3% | 40,6% | 19,3% | 12,9% | 5,9% | 1,4% | 1,7% | 4,8% | |||
1.8 – 31.8 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 21 maí 2013 í Wayback Machine | 5550 (60,6%) | 72,7% | 13,8% | 36,0% | 20,7% | 13,3% | 4,5% | 3,7% | 3,0% | 3,0% | 2,0% | ||
Birt 16.7 | MMR | -M1 | - | 17,0% | 38,5% | 16,9% | 11,4% | 4,1% | 3,9% | 2,5% | 5,7% | |||
26.6 – 29.7 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 22 maí 2013 í Wayback Machine | 6022 (60,3%) | 72,2% | 12,4% | 36,9% | 21,0% | 12,2% | 5,2% | 4,1% | 3,1% | 2,7% | 2,5% | ||
Birt 19.6 | MMR | -M1 | - | 17,5% | 36,4% | 16,4% | 13,3% | 4,6% | 3,1% | 4,4% | 4,3% | |||
31.5 – 28.6 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 22 maí 2013 í Wayback Machine | 5400 (60,2%) | 72,2% | 12,7% | 38,2% | 18,8% | 11,9% | 4,3% | 4,3% | 3,6% | 4,7% | 1,6% | ||
23.5 – 24.5 | Fréttablaðið / Stöð 2[óvirkur tengill] | 1326 (800) | 60,8% | 15,8% | 43,7% | 13,6% | 9,2% | 5,3% | 2,7% | 3,9% | 5,1% | |||
Birt 15.5 | MMR | -M1 | - | 12,8% | 38,5% | 17,7% | 14,1% | 7,6% | 2,6% | 3,1% | 3,6% | |||
26.4 – 31.5 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 22 maí 2013 í Wayback Machine | 6624 (60,9%) | 73,0% | 12,9% | 39,3% | 17,7% | 10,4% | 4,0% | 5,4% | 5,6% | 4,6% | |||
Birt 17.4 | MMR | -M1 | - | 14,5% | 39,0% | 14,6% | 13,2% | 8,1% | 2,1% | 4,5% | 3,9% | |||
29.3 – 26.4 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 23 maí 2013 í Wayback Machine | 5400 (61,7%) | 71,6% | 12,5% | 37,0% | 18,7% | 11,5% | 5,6% | 5,4% | 6,9% | 2,4% | |||
11.4 – 12.4 | Fréttablaðið / Stöð 2[óvirkur tengill] | 800 svör | 54,0% | 14,6% | 42,6% | 14,8% | 8,6% | 7,2% | 2,1% | 2,3% | 6,0% | 0,9% | ||
Birt 18.3 | MMR | -M1 | - | 13,2% | 37,3% | 18,3% | 11,3% | 4,3% | 2,6% | 9,1% | 3,9% | |||
1.3 – 29.3 | Þjóðarpúls Gallup | 6635 (60,3%) | 68,1% | 13,0% | 38,2% | 17,5% | 11,2% | 4,7% | 1,9% | 8,9% | 4,6% | |||
2.2 – 29.2 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 8 mars 2013 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni | 5378 (61,7%) | 72,9% | 13,0% | 33,3% | 18,7% | 12,0% | 4,3% | 2,7% | 11,3% | 4,7% | |||
8.2 – 9.2 | Fréttablaðið / Stöð 2[óvirkur tengill] | 800 svör | 52,9% | 12,5% | 35,0% | 12,3% | 8,0% | 6,1% | 1,7% | 0,9% | 21,3% | 1,2% | ||
5.1 – 31.1 | Þjóðarpúls Gallup Geymt 8 mars 2013 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni | 6271 (65,5%) | 69,5% | 15,4% | 36,1% | 21,8% | 13,7% | 3,4% | 9,5% | |||||
25.4.2009 | Alþingiskosningar 2009 | 14,8% | 23,7% | 29,8% | 21,7% | 10,0% |
- ^D Niðurstöður Dögunar, Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar eru birtar hér í einum dálki en misjafnt er á milli könnunaraðila hvernig niðurstöður þessara framboða eru birtar.
- F.^ ^ ^ ^ Kannanir Fréttablaðsins eru símakannanir. Hringt er í handahófsúrtak úr þjóðskrá þangað til næst í 800 manns.
- G.^ ^ ^ ^ Þjóðarpúls Gallup byggir á netkönnun sem lögð er fyrir úrtak úr viðhorfahópi Capacent. Talan hér er heildarfjöldi þeirra sem boðið er að taka þátt í könnuninni en hlutfallstala í sviga stendur fyrir hlutfall þeirra sem svöruðu könnuninni.
- M.^ ^ ^ ^ ^ ^ Kannanir MMR eru netkannanir sem lagðar eru fyrir slembiúrtak einstaklinga á aldrinum 18-67 ára úr hópi „álitsgjafa MMR“.
- M1.^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ Niðurstöður þessara kannana eru fengnar af yfirlitssíðu MMR þar sem ekki koma fram upplýsingar um úrtak, svarhlutfall eða dagsetningu framkvæmdar. Fyrstu könnunum ársins 2012 frá MMR er hér sleppt vegna ófullnægjandi sundurliðunar á niðurstöðum.
- ^P Kannanir Plússins eru netkannanir sem gerðar hafa verið fyrir útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni. Ekki hafa verið birtar nákvæmar tölur um fjölda þátttakenda eða svarenda.
- ^P1 Í þessari könnun voru ekki í boði möguleikar um að skila auðu eða velja engann flokk.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Tæp þrjátíu ár frá síðustu minnihlutastjórn“. Vísir.is, 31. janúar 2009, [skoðað 01-03-2013].
- ↑ „Ákvæðum kosningalaga um aðstoð við fatlaða kjósendur breytt“. Innanríkisráðuneytið, 11. október 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000
- ↑ „Færsla þingsætis í kjölfar alþingiskosninganna 25. apríl 2009.“ Tilkynning á vef landkjörstjórnar.
- ↑ „AUGLÝSING um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.“. Stjórnartíðindi, 26. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ 6,0 6,1 „Guðmundur úr framsókn“. Morgunblaðið [á vefnum]. 23. ágúst 2011, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar“. Visir.is [á vefnum]. 11. október 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Efstu nöfnin alls staðar“. Björt framtíð. [skoðað 09-02-2013].
- ↑ 9,0 9,1 9,2 „Reyndar konur hætta á þingi“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 28. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Birkir Jón hættir á þingi“. mbl.is [á vefnum]. 22. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Af framboðsmálum hjá Framsókn“. Framsóknarflokkurinn, 14. nóvember 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Framboðslistar Framsóknar í Reykjavík samþykktir“. Framsóknarflokkurinn, 1. desember 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Tilkynnti framboð um miðjan mánuðinn“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 25. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Mjög ánægður með niðurstöðuna“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 1. desember, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Sigmundur fékk 97,6% atkvæða“. mbl.is [á vefnum]. 9. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Væntir glæsts árangurs með samvinnu“. mbl.is [á vefnum]. 9. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Ólöf Nordal hættir á þingi“. Visir.is [á vefnum]. 8. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Ásbjörn Óttarsson hyggst hætta í landsmálapólitíkinni eftir þetta kjörtímabil“. Skessuhorn [á vefnum]. 10. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Frambjóðendur í röðun Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi“. Sjálfstæðisflokkurinn, 15. nóvember 2012, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ 20,0 20,1 Andrés Magnússon: „Fréttaskýring á sunnudegi: Krappur dans í Kraganum hjá Bjarna Ben, er Árni Páll búinn að stinga af?“. Eyjan [á vefnum]. 11. nóvember 2012, [skoðað 14-02-2013].
- ↑ „Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi“. Sjálfstæðisflokkurinn, 10. nóvember 2012, [skoðað 14-02-2013].
- ↑ 22,0 22,1 „Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík“. Sjálfstæðisflokkurinn, 24. nóvember 2012, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ 23,0 23,1 „Kristján Þór í fyrsta sæti“. mbl.is [á vefnum]. 28. janúar 2013, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Framboðslistinn í Norðvesturkjördæmi klár“. Sjálfstæðisflokkurinn, 19. janúar 2013, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Árni Johnsen: „Ekki svekktur en misglaður““. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 28. janúar 2013, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Þykir varla styrkja stöðu formannsins“. Vísir.is, 9. febrúar 2013, [skoðað 3-3-2013].
- ↑ „Mál formannsins heyra sögunni til“. RÚV, 24. febrúar 2013, [skoðað 3-3-2013].
- ↑ „Meirihluti telur að Hanna Birna væri sterkari formaður“. Viðskiptablaðið [á vefnum]. 8. febrúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Hanna Birna ætlar í varaformanninn“. Viðskiptablaðið [á vefnum]. 8. febrúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Bjarni fékk 79%“. Visir.is [á vefnum]. [skoðað 24-02-2013].
- ↑ „Hanna Birna hlaut 95%“. Visir.is [á vefnum]. 24. febrúar 2013, [skoðað 24-02-2013].
- ↑ „Hægri grænir er flokkur fólksins“. Visir.is [á vefnum]. 27. desember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Stofna flokk til að vinna með Framsókn“. Mbl.is. [skoðað 20-03-2013].
- ↑ „Flokkur heimilanna stofnaður“. Mbl.is. [skoðað 20-03-2013].
- ↑ „Átta samtök standa að Flokki heimilanna“. mbl.is [á vefnum]. 1. apríl 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.“. Stjórnartíðindi, 4. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „Regnboginn til höfuðs VG“. DV [á vefnum]. 11. mars 2013, [skoðað 14-03-2013].
- ↑ „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.“. Stjórnartíðindi, 25. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina“. mbl.is [á vefnum]. 15. febrúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Lýður læknir yfirgefur Dögun og íhugar nýtt framboð“. DV [á vefnum]. 22. janúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Pétur á Útvarpi Sögu hættir í Lýðræðisvaktinni: „Femínískur Evrópuflokkur““. Eyjan [á vefnum]. 25. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.“. Stjórnartíðindi, 8. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „Jóhanna hættir: „Tilhugsunin er góð““. Visir.is [á vefnum]. 27. september 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram“. Visir.is [á vefnum]. 28. október 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Árni Páll býður sig fram til formanns í Samfylkingunni“. Smugan [á vefnum]. 3. október 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Niðurstöður úr flokksvali í suðvesturkjördæmi“. Samfylkingin, 10. nóvember 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Reykjavíkurlistar samþykktir í fulltrúaráðinu“. Samfylkingin, 15. janúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ 48,0 48,1 „Kristján leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi“. Samfylkingin. [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Árni Páll formaður“. Samfylkingin, 2. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Katrín varaformaður“. Samfylkingin, 2. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Dögun varð til um helgina“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 19. mars 2012, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ 52,0 52,1 „Nýjum listabókstöfum úthlutað“. Innanríkisráðuneytið, 13. febrúar 2013, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Uppstillingarnefnd tólfmenningarnir og oddvitinn“. Dögun, 31. janúar 2013, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ 54,0 54,1 54,2 „Atli og Lilja segja sig úr VG“. Visir.is [á vefnum]. 21. mars 2011, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Ásmundur Einar hættur í þingflokki VG“. Visir.is [á vefnum]. 13. apríl 2011, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Jón Bjarnason hættir í þingflokki VG“. Smugan [á vefnum]. 23. janúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Þráinn Bertelsson genginn í VG“. Visir.is [á vefnum]. 8. september 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Guðfríður Lilja hættir á þingi“. DV [á vefnum]. 31. desember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Þráinn Bertelsson hættir á þingi eftir þetta kjörtímabil: „Það bíða ósagðar sögur““. Pressan [á vefnum]. 5. nóvember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Ögmundur: Niðurstaðan er sigur“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 24. nóvember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Björn Valur: Það er ekki eins og það hafi orðið dauðsfall“. Smugan [á vefnum]. 25. nóvember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Talningu atkvæða í NV kjördæmi lokið“. Vinstrihreyfingin - grænt framboð, 2. febrúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Úrslit í NA kjördæmi“. Vinstrihreyfingin - grænt framboð, 15. desember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi samþykktur á kjördæmisráðsfundi“. Vinstrihreyfingin - grænt framboð, 24. nóvember 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Hættir sem formaður Vinstri grænna“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 16. febrúar 2013, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Katrín býður sig fram til formanns“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 17. febrúar 2013, [skoðað 18-02-2013].
- ↑ „Katrín nýr formaður VG“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 23. febrúar 2013, [skoðað 24-02-2013].
- ↑ „Björn Valur nýr varaformaður VG“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 23. febrúar 2013, [skoðað 24-02-2013].
- ↑ „Píratar halda stofnfund“. mbl.is [á vefnum]. 24. nóvember 2012, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Píratar fá Þ“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].
- ↑ „Húmanistaflokkurinn blæs til sóknar“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 31. maí 2012, [skoðað 15-02-2013].
- ↑ „Kosningamiðstöð í gömlu verkstæði“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 19. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.“. Stjórnartíðindi, 4. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „Vilja stofna Landsbyggðarflokk“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].
- ↑ 75,0 75,1 „Ný stjórnmálasamtök“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 14. janúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Nýi flokkurinn heitir Samstaða“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 7. febrúar 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi“. Visir.is [á vefnum]. 10. febrúar 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Lilja Mósesdóttir vill ekki leiða Samstöðu“. Smugan [á vefnum]. 23. ágúst 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður"“. Visir.is [á vefnum]. 22. desember 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Samstaðan er ekki brostin“. mbl.is [á vefnum]. 9. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ 81,0 81,1 „Fréttatilkynning til fjölmiðla“. Bjartsýnisflokkurinn - flokkur hófsamra þjóðernissinna, júní 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Þremur nýjum listabókstöfum úthlutað“. Innanríkisráðuneytið, 2. ágúst 2012, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „Bjartsýnisflokkurinn í óvissu“. mbl.is [á vefnum]. 25. janúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
- ↑ „AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.“. Stjórnartíðindi, 26. mars 2013, [skoðað 02-04-2013].
- ↑ „Taka ekki þátt í Breiðfylkingunni“. mbl.is [á vefnum]. 13. febrúar 2012, [skoðað 16-02-2013].
- ↑ „Snorri í Betel til liðs við Kristin stjórnmálasamtök sem hyggja á framboð“. DV [á vefnum]. 11. janúar 2013, [skoðað 20-02-2013].
- ↑ 87,0 87,1 „Fylgið á mikilli hreyfingu á milli flokkanna“. Morgunblaðið, bls. 20-21, 28. mars 2013. Árvakur hf..
- ↑ Útvarpsþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni 3. febrúar 2013.
- ↑ Útvarpsþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni 20. janúar 2013.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber vefur um kosningar
- Umfjöllun Ruv.is um Þingkosningarnar 2013 Geymt 9 júlí 2013 í Wayback Machine
- Umfjöllun Mbl.is um Þingkosningarnar 2013
- Umfjöllun um Alþingiskosningarnar 2013
- Aukinn meirihluti heldur áfram[óvirkur tengill], umfjöllun um Alþingiskosningarnar í Fréttablaðinu 29. september 2012
- Skýrsla ÖSE um kosningarnar Geymt 30 júní 2013 í Wayback Machine
Stjórnmálaframboð
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Alþýðufylkingarinnar Geymt 20 nóvember 2016 í Wayback Machine
- Vefur Bjartrar framtíðar Geymt 1 september 2018 í Wayback Machine
- Vefur Dögunar Geymt 30 janúar 2019 í Wayback Machine
- Vefur Framsóknarflokksins
- Vefur Hægri grænna Geymt 18 desember 2014 í Wayback Machine
- Vefur Lýðfrelsisflokksins Geymt 12 janúar 2013 í Archive.today
- Vefur Pírata
- Vefur Regnbogans Geymt 2 apríl 2013 í Wayback Machine
- Vefur Samfylkingarinnar
- Vefur Samstöðu Geymt 11 september 2012 í Wayback Machine
- Vefur Sjálfstæðisflokksins
Fyrir: Alþingiskosningar 2009 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2016 |