Píratar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Píratar
Merki Pírata
Stofnár 2012
Höfuðstöðvar Tortúga, Fiskislóð 31, Reykjaví
Stjórnmálaleg
Hugmyndafræði
Borgararéttindi, friðhelgi einkalífsins, gagnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, beint lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur[1]
Einkennislitur Fjólublár
Sæti á Alþingi
Sæti í sveitarstjórnum
Vefsíða www.piratar.is


Píratar er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 2012. Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy tilkynntu upphaflega um fyrirhugað framboð og formlegur stofnfundur þess fór síðan fram laugardaginn 24. nóvember 2012.[2][3] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[4][5]

Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í Alþingiskosningunum 2013 undir listabókstafnum Þ[6] og fékk 5,1% atkvæða og 3 þingmenn. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 þá fengu Píratar einn mann kjörinn í Reykjavík [7]. Fylgi Pírata mældist nú 23,9% og stærstur allra flokka á landinu [8]

Stefnumál Pírata eru mótuð á sérstökum umræðu- og kosningavef flokksins og þar er jafnframt valið á framboðslista hans.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu