Stjórnarráð Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Stjórnarráð Íslands

Stjórnarráð Íslands nefnast þau ráðuneyti, eða stofnanir, sem ríkisstjórn Íslands samanstendur af. Þannig er með stjórnarráði Íslands átt við þá verkaskiptingu framkvæmdavaldsins sem ríkisstjórninni er fært að ákvarða innan ramma laga Alþingis um Stjórnarráðið. Nýrri verkaskiptingu var síðast komið á undir lok árs 2007 og eru ráðuneyti, og þar með ráðherraembætti, í dag tíu talsins.

Í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, andspænis Lækjartorgi, er forsætisráðuneytið til húsa.

Saga[breyta]

Miðað er við að stofnun Stjórnarráðs Íslands hafi verið 1. febrúar 1904, daginn sem Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands. Þann 1. febrúar 2004 var þess minnst með breytingu á reglugerð um Stjórnarráð Íslands.[1] Frá 1904 til 1917 var Stjórnarráðinu skipt í þrjár skrifstofur sem hver hafði sína verkaskiptingu. Sú fyrsta sá um dóms-, skóla- og kirkjumál, önnur um atvinnumál, samgöngumál og póstmál og sú þriðja fjármál. Ráðherra Íslands var æðsti embættismaður, en hver skrifstofa hafði skrifstofustjóra og landritari var yfirmaður þeirra.[2]

Árið 1917 varð til embætti forsætisráðherra Íslands þó svo að ekki væri enn búið að stofna forsætisráðuneyti Íslands og ráðherrar urðu þrír talsins. Þremur árum seinna var bætt við einum ráðherra. Frá árinu 1927 voru fastir starfsmenn ráðnir til skrifstofu forsætisráðherra og því eiginlegt ráðuneyti orðið til með óformlegum hætti. Fyrsta lagasetningin um Stjórnaráð Íslands varð ekki fyrr en árið 1969 en fram að því hafði íslensk stjórnsýsla verið heldur laus í reipunum.[2]

Ráðuneytin[breyta]

Tilvísanir[breyta]

Tenglar[breyta]

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.