Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Jóhanna Sigurðardóttir

Önnur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 10. maí 2009 eftir kosningarnar 25. apríl 2009. Hún er mynduð af Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og hafði í upphafi kjörtímabils 34 manna meirihluta á Alþingi. Frá 11. október 2012[1] var stjórnin minnihlutastjórn sem reiddi sig á stuðning óháðra þingmanna.

Forysta ríkisstjórnarinnar boðaði til breytinga á ráðuneytunum. Þeim var fækkað í níu í lok kjörtímabilsins, sameinað var landbúnaðar, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytið í atvinnumálaráðuneyti, stofna nýtt innanríkisráðuneyti sem sjá átti um mannréttindamál, dómsmál, samgöngumál og málefni sveitarfélaga, einnig að leggja niður viðskiptaráðuneytið og stofna nýtt efnahagsráðuneyti sem tæki við mörgum málaflokkum sem áður voru í forsætisráðuneytinu, svo sem Seðlabanka Íslands,g Hagstofu og einnig einhverjum málaflokkum í fjármálaráðuneytinu.

Icesave-deilan[breyta]

Ekki var einhugur innan stjórnarliða um Icesave-samkomulagið í upphafi en fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon lagði fram frumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð á þeim innistæðum. Ekki var víst hvort frumvarpið næði í gegn því einungis þurfti þrjá stjórnarliða til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu eða sitja hjá til að fella það.

Tveir óbreyttir þingmenn VG lýstu sig á móti samkomulaginu, þau Atli Gíslason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Einnig lýsti Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra yfir efasemdum um samkomulagið en á endanum greiddu allir stjórnarliðar frumvarpinu atkvæði sitt, er fyrirvörum hafði verið bætt við er vörðuð veitingu ríkisábyrgðar.

Ráðherrar[breyta]


Fyrirrennari:
Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur
Ríkisstjórn Íslands
(10. maí 200923. maí 2013)
Eftirmaður:
Fyrsta ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar


  1. „Jóhanna virðir ákvörðun Róberts“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. [skoðað 24-01-2013].