Þorvaldur Gylfason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Þorvaldur Gylfason (fæddur 18. júlí 1951) er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Þorvaldur lauk doktorsprófi í hagfræði frá Princeton-háskóla árið 1976. Þorvaldur hefur verið ákaflega gagnrýnin á íslenska stjórnkerfið eftir bankahrunið haustið 2008.[1]

Æviágrip[breyta]

Faðir Þorvaldar var Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður, ráðherra og prófessor. Móðir hans, Guðrún Vilmundardóttir var húsfreyja og á tímabili blaðamaður. Þorvaldur átti tvo bræður, Þorsteinn Gylfason, prófessor, og Vilmundur Gylfason, alþingismaður og kennari en þeir eru báðir látnir.

Þorvaldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1973, M.A. próf í hagfræði frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum árið 1975 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1976.

Þorvaldur er kvæntur Önnu Karitas Bjarnadóttur kennara og tryggingaráðgjafa hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Þau giftust þann 18. október 1987.

Ferill[breyta]

Rannsóknir[breyta]

Kennsla[breyta]

Þorvaldur hefur einnig haldið fyrirlestra um allan heim og leiðbeint um hagfræði og hagstjórn á endurhæfingarnámskeiðum alþjóðastofnana fyrir embættis- og stjórnmálamenn.

Félags- og trúnaðarstörf[breyta]

Tilvísanir[breyta]

Heimildir[breyta]

Tenglar[breyta]

Einkennismerki Wikitilvitnunar
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni