Amt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Amt er dönsk stjórnsýslueining sem var við lýði á Íslandi frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt en þau voru seinna sameinuð aftur árið 1872 með tilkomu embættis landshöfðingja. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.