Reykjavíkurkjördæmi norður

Hnit: 64°08′25″N 21°52′39″V / 64.14028°N 21.87750°V / 64.14028; -21.87750
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°08′25″N 21°52′39″V / 64.14028°N 21.87750°V / 64.14028; -21.87750

Reykjavíkurkjördæmi norður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
 -alls

9
2
11
Mannfjöldi 134.010 (Í Reykjavík allri, 2021)
Sveitarfélög 1 (að hluta)
Kjósendur
 -á kjörskrá
 -á hvert þingsæti

45.368 (2021)
4.124
Kjörsókn 78,8% (2021)
Núverandi þingmenn
1.Guðlaugur Þór Þórðarson D 
2.Katrín Jakobsdóttir V 
3.Halldóra Mogensen P 
4.Helga Vala Helgadóttir S 
5.Ásmundur Einar Daðason B 
6.Diljá Mist Einarsdóttir D 
7.Steinunn Þóra Árnadóttir V 
8.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir C 
9.Tómas A. Tómasson F 
10.Andrés Ingi Jónsson P 
11.Jóhann Páll Jóhannsson S 

Reykjavíkurkjördæmi norður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með því að skipta upp Reykjavíkurkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Kort af skiptingu Reykjavíkur í norður- og suðurkjördæmi.

Í stjórnarskrá Íslands er mælt fyrir um að mörk kjördæma eigi að skilgreina í lögum en að heimilt sé að fela Landskjörstjórn afmörkun á kjördæmamörkum í Reykjavík og nágrenni. Í kosningalögunum er mælt fyrir um að skipta skuli Reykjavíkurborg frá austri til vesturs í norðurkjördæmi og suðurkjördæmi. Landskjörstjórn afmarkar kjördæmin og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Mörk kjördæmanna liggja í grófum dráttum meðfram Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi og svo um Grafarholtshverfi þar sem skiptingin hefur færst lítillega til við hverjar kosningar eftir því hvernig íbúaþróun er í hverfum borgarinnar. Grafarholt var þannig allt í norðurkjördæminu við kosningarnar 2003 en við kosningarnar 2021 var hverfið að mestu komið yfir í suðurkjördæmið. Hinn forni Kjalarneshreppur fellur innan marka norðurkjördæmisins þannig að það er mun víðfeðmara en suðurkjördæmið þó að íbúafjöldi sé sambærilegur.

Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi hafa flestir stjórnmálaflokkar áfram skipulagt starf sitt í Reykjavík sem einni heild. Þeir flokkar sem halda prófkjör hafa t.d. iðulega haldið sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin þar sem sigurvegari prófkjörsins tekur fyrsta sætið á lista í öðru kjördæminu og sá sem lendir í öðru sæti tekur fyrsta sætið í hinu kjördæminu.

Í þeim sjö kosningum sem haldnar hafa verið frá því að núgildandi kjördæmaskipan var tekin upp hefur Sjálfstæðisflokkurinn fimm sinnum átt fyrsta þingmann kjördæmisins en Samfylkingin tvisvar.

Kosningatölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 42.812 á ekki við 36.615 85,5% 3.971 10,8% 11 3.892 86%
2007 43.756 944 35.625 81,4% 4.942 13,9% 11 3.978 88%
2009 43.767 11 36.440 83,3% 4.938 13,6% 11 3.979 91%
2013 45.523 1.756 35.969 79,0% 6.424 17,9% 11 4.138 91%
2016 46.051 528 35.864 77,9% 5.807 16,2% 11 4.186 93%
2017 46.073 22 36.744 79,8% 6.473 17,6% 11 4.188 94%
2021 45.368 705 35.728 78,8% - - 11 4.124 98%
[1] Vægi atkvæða í þessu kjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu[breyta | breyta frumkóða]

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
2003 Össur Skarphéðinsson  S  Davíð Oddsson  D  Bryndís Hlöðversdóttir  S  Björn Bjarnason  D  Guðrún Ögmundsdóttir  S  Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Halldór Ásgrímsson  B  Kolbrún Halldórsdóttir  V  Helgi Hjörvar  S  Sigurður Kári Kristjánsson  D  Árni Magnússon  B 
2007 Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Össur Skarphéðinsson  S  Guðfinna Bjarnadóttir  D  Katrín Jakobsdóttir  V  Jóhanna Sigurðardóttir  S  Pétur Blöndal  D  Helgi Hjörvar  S  Sigurður Kári Kristjánsson  D  Árni Þór Sigurðsson  V  Steinunn Valdís Óskarsdóttir  S  Ellert B. Schram  S 
2009 Jóhanna Sigurðardóttir  S  Katrín Jakobsdóttir  V  Illugi Gunnarsson  D  Helgi Hjörvar  S  Árni Þór Sigurðsson  V  Valgerður Bjarnadóttir  S  Pétur Blöndal  D  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  B  Þráinn Bertelsson  O  Álfheiður Ingadóttir  V  Steinunn Valdís Óskarsdóttir  S 
2013 Illugi Gunnarsson  D  Frosti Sigurjónsson  B  Katrín Jakobsdóttir  V  Össur Skarphéðinsson  S  Brynjar Níelsson  D  Björt Ólafsdóttir  A  Sigrún Magnúsdóttir  B  Árni Þór Sigurðsson  V  Birgir Ármannsson  D  Helgi Hrafn Gunnarsson  P  Valgerður Bjarnadóttir  S 
2016 Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Katrín Jakobsdóttir  V  Birgitta Jónsdóttir  P  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  D  Þorsteinn Víglundsson  C  Steinunn Þóra Árnadóttir  V  Björn Leví Gunnarsson  P  Birgir Ármannsson  D  Björt Ólafsdóttir  A  Andrés Ingi Jónsson  V  Halldóra Mogensen  P 
2017 Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Katrín Jakobsdóttir  V  Helgi Hrafn Gunnarsson  P  Helga Vala Helgadóttir  S  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  D  Steinunn Þóra Árnadóttir  V  Þorsteinn Víglundsson  C  Birgir Ármannsson  D  Andrés Ingi Jónsson  V  Ólafur Ísleifsson  F  Halldóra Mogensen  P 
2021 Guðlaugur Þór Þórðarson  D  Katrín Jakobsdóttir  V  Halldóra Mogensen  P  Helga Vala Helgadóttir  S  Ásmundur Einar Daðason  B  Diljá Mist Einarsdóttir  D  Steinunn Þóra Árnadóttir  V  Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir  C  Tómas A. Tómasson  F  Andrés Ingi Jónsson  P  Jóhann Páll Jóhannsson  S 

Tengill[breyta | breyta frumkóða]