Fara í innihald

Wikipedia:Umræður um endurmat gæðagreina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég legg til að þessi grein verði svipt gæðagreinarnafnbótinni. Ástæðan er sú að málfari á greininni er ábótavant og upplýsingar illa settar fram. Dæmi: „Einnig gat maður orðið meðlimur annars hóps með því að biðja um aðild.” Þetta er síðasta setningin í umfjöllun um „Þegar stúlkur voru giftar” hér er verið að greina frá því hvernig samfélag Inka samanstóð af einhvers konar hópum. Hlutverk þessara hópa virðist í fljótu bragði sambærilegt stétta en til þess að komast að því þyrfti ég að lesa ensku greinina. Ég fór hratt yfir greinina í gærkvöldi en mér sýnist þörf á frekari yfirholningu. [1]. Greinin er engu að síður fræðandi og margt gott í henni. --Jabbi 11. september 2007 kl. 11:13 (UTC)[svara]

Þessi kosning mun aðeins standa yfir stutt í viðbót. --Jabbi 22. september 2007 kl. 18:11 (UTC)[svara]
  1. Samþykkt Samþykkt. --Jabbi 11. september 2007 kl. 11:13 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt. Já, ég er sammála. Kaflaröðunin er líka eitthvað undarleg. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. september 2007 kl. 11:17 (UTC)[svara]
  3. Samþykkt Samþykkt. Ég held að það mætti líka einfaldlega vera meira efni í greininni. --Cessator 11. september 2007 kl. 12:51 (UTC)[svara]

Svipting á gæðanafnbót Hagfræðinnar

[breyta frumkóða]

Knappur texti sem gerir viðfangsefninu mjög takmörkuð skil.

  1. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 6. september 2008 kl. 17:40 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt Ég er sammála Jabba, mér finnst greinin ekki segja nógu mikið; það mætti byrja á að bæta við tveimur til þremur vel völdum köflum t.d. sér köflum um rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði, og e.t.v. sögu hagfræðinnar (m. undirköflum um Smith og Ricardo, Marx og Keynes og stefnur og strauma á eftirstríðsárunum). --Cessator 6. september 2008 kl. 18:06 (UTC)[svara]
  3. Samþykkt Samþykkt --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. september 2008 kl. 17:18 (UTC)[svara]
Þar sem tvö atkvæði eru komin, og liðin yfirið nægilega langur tími frá tillögu verður þessi grein innan skamms svipt gæðagreinarnafnbót sinni. --Jabbi 15. september 2008 kl. 14:38 (UTC)[svara]

Ég legg til að endurskoða hvort greinin rafhlaða eigi að teljast gæðagrein. Ég set stórt spurningamerki við hvort hún sé „vel skrifuð, rétt og laus við staðreyndarvillur“. Mér finnst hún ekki sérlega vel skrifuð. Margt í henni er ekki skýrt og misvísandi. Greinin ber þess merki að þeir sem skrifuðu hana hafi ekki haft góðan skilning á viðfangsefninu og hugtöknum í greininni. Ég er búinn að leiðrétta greinina smá en mér finnst ennþá margt í henni ruglingslegt og treysti mér ekki í að taka greinina alla í gegn. Ég tek þó fram að sumir hlutar greinarinnar eru að mínu mati mjög góðir og réttir. Það veltur því á hversu háan standard þið viljið hafa til að grein geti kallast gæðagrein hvort það sé rétt að kalla þessa grein gæðagrein. --Orri 5. janúar 2009 kl. 02:47 (UTC)[svara]

Samþykkt Samþykkt (þ.e.a.s. fella niður gæðagreinarstimpil). Ég er hjartanlega sammála Orra, greinin um rafhlöðu er löng, en frekar illa unnin og á að mínu mati nokkuð langt í það að verða að gæðagrein! Thvj 6. janúar 2009 kl. 09:15 (UTC)[svara]

Hlutlaus Hlutlaus Mér finnst að þið ættuð þá frekar að bæta við hana. Það er talsvert um upplýsingar þarna. Við erum ekki að reyna að leysa lífsgátuna hér er það? --Jabbi 16. janúar 2009 kl. 00:14 (UTC)[svara]

Jabbi, hver þykist vera að leysa einhverja lífsgátu? Þér að segja er ég búinn að gera ýmsar breytingar á greininni, sem sjá má í sögunni og finnst mér því óviðeigandi að skrifa að þið ættuð frekar að bæta hana! Hér er verið að fjalla um að taka gæðagreinarstimpil af grein, sem varla er ekki nægjalega vel unnin, og mér finnst alls engin ástæða fyrir einn né neinn að taka þvi persónulega! Thvj 18. janúar 2009 kl. 16:05 (UTC)[svara]
Ég tek þessu ekki persónulega. Þú misskilur. Ég er að benda á það að það er margt gott í þessari grein, og þ.a.l. þarf ekki mikla vinnu til viðbótar til þess að gera hana að ásættanlegri gæðagrein. Tilvísunin um lífsgátuna er til merkis um að það vanti lítið uppá, þ.e. greinin þarfnast ekki þess við að þar komi fram svarið við spurningunni um tilgang lífsins. --Jabbi 18. janúar 2009 kl. 17:56 (UTC)[svara]

Ég legg til að greinin Kárahnjúkavirkjun verði tekin til endurskoðunar af því hún virðist hafa verið samþykkt með einungis einu atkvæði (sjá hér) sem brýtur gegn reglunum okkar.

Hvað segið þið, viljum við að hún sé gæðagrein? --Cessator 17. febrúar 2009 kl. 17:13 (UTC)[svara]

  1. Hlutlaus Hlutlaus Svo það fari ekki milli mála, þá hef ég eiginlega ekki skoðun á málinu. En það þarf að ræða betur um stöðu greinarinnar. --Cessator 17. febrúar 2009 kl. 17:13 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 17. febrúar 2009 kl. 20:40 (UTC)[svara]
  3. Hlutlaus Hlutlaus það vantar nýjustu fréttir í greinina, en það er ekki mikið sem vantar upp á til að hún teljist gera efni sínu með eindæmum vel skil sýnist mér. --Akigka 19. febrúar 2009 kl. 14:29 (UTC)[svara]
  4. Samþykkt Samþykkt Það er ljóður á annars vel skrifaðri grein að ekki skuli vera neitt fjallað um stöðu virkjunarinnar í dag. Thvj 19. febrúar 2009 kl. 16:05 (UTC)[svara]

Legg til að þessi grein missi gæðagreinarnafnbót sína. Sagan er tekin saman í sögustiklum sem eru samhengislausar. Önnur umfjöllun er úrelt. Sáralítið er um dýralíf eða landafræði. Vantar umfjöllun um stjórnarfarslega stöðu gagnvart Danmörku (kosið um sjálfstæði í fyrra). --Jabbi 8. febrúar 2009 kl. 12:08 (UTC)[svara]

  1. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 9. febrúar 2009 kl. 16:54 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt Já, það mætti bæta ansi margt í greininni, t.d. endurskrifa sögustiklurnar þannig að þær verði sómasamlegur kafli um sögu landsins, stórbæta heimildatilvísun o.fl. Svo mætti skrifa nokkra fleiri kafla, kannski um stjórnmál eða efnahag landsins, menningu þess eða samgöngur. --Cessator 19. febrúar 2009 kl. 02:37 (UTC)[svara]
  3. Samþykkt Samþykkt - vantar um menningu og efnahagslíf... þannig að hún feilar á completeness. --Akigka 19. febrúar 2009 kl. 14:27 (UTC)[svara]
  4. Samþykkt Samþykkt Mér finnst sögustiklurnar gefa of mikinn brag fljótaskriftar. Reynum heldur að skrifa almennilegan sögukafla! Thvj 19. febrúar 2009 kl. 16:11 (UTC)[svara]

Ég legg til að þessi grein verði svipt gæðagreinarnafnbót. Ég ætla sjálfur að laga hana til en hún ætti ekki að vera gæðagrein fyrir því... Greinin er ekki vel skrifuð, kaflar á henni eru mjög samhengislausir. Ekkert er fjallað um æsku hans o.fl. --Jabbi 21. september 2009 kl. 23:11 (UTC)[svara]

  1. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 21. september 2009 kl. 23:11 (UTC)[svara]
  2. Ekki vitlaust að svipta henni nafnbótina - sjá svo frekar til seinna hvort hún standist skilyrðin. Gangi þér vel að laga hana til :) — Jóna Þórunn 24. september 2009 kl. 22:40 (UTC)[svara]
  3. Samþykkt Samþykkt Langt í frá gæðagrein. Thvj 2. nóvember 2009 kl. 00:46 (UTC)[svara]

Líkt og Masae hér fyrir ofan legg ég til að þessi grein verði svipt gæðagreinarnafnbót. Þetta er hlutdræg og villandi grein eins og kemur fram á spjallsíðu greinarinnar. --Jabbi 25. nóvember 2009 kl. 00:29 (UTC)[svara]

Samþykkt Samþykkt Það eru engar forsendur fyrir því að halda þessari grein á lofti sem gæðagrein. Þetta er í fyrsta lagi allt önnur grein en var upphaflega samþykkt sem gæðagrein af því að breytingarnar á greininni síðan þá hafa verið svo miklar; og greinin eins og hún lítur út í dag hefur ekki verið lesin yfir eða rædd og gagnrýnd á þessum vettvangi eins og aðrar greinar sem við merkjum sem gæðagreinar. Í öðru lagi er greinin núna bersýnilega hlutdræg og sennilega á marga vísu villandi í umfjöllun sinni. --Cessator 25. nóvember 2009 kl. 14:50 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt Masae 25. nóvember 2009 kl. 19:41 (UTC)[svara]
Samþykkt Samþykkt --Akigka 9. desember 2009 kl. 16:11 (UTC)[svara]

Ég legg til að þessi grein verði svipt gæðagreinarnafnbót. Þetta er hlutdræg og villandi grein eins og kemur fram á spjallsíðu greinarinnar. Masae 8. nóvember 2009 kl. 15:32 (UTC)[svara]

  1. Samþykkt Samþykkt Ég hef ekkert meira að segja nema það sem hefur þegar verið sagt.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 78.23.119.40 (spjall | framlög)
Því miður hefurðu ekki atkvæðarétt sem óinnskráður notandi. --Cessator 4. janúar 2010 kl. 17:13 (UTC)[svara]
  1. Samþykkt Samþykkt Þetta er náttúrulega bara rugl. --Jabbi 28. mars 2010 kl. 19:01 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt Ég er ekki nógu fróður um þetta efni til þess að meta hlutlægni upplýsinganna, en það er greinilega deilt um hlutleysi greinarinnar eins og má sjá af athugasemdum á spjallsíðu. --Bjarki 13. maí 2010 kl. 13:19 (UTC)[svara]

Evrópusambandið (svipta gæðagreinanafnbót)

[breyta frumkóða]

Ég legg til að greinin um Evrópusambandið verði svipt stöðu sinni sem gæðagrein. Hún er nú þegar merkt sem athyglisþurfi á þeim forsendum að mikið af upplýsingum í henni séu úreltar. Það gengur ekki að slík grein sé gæðagrein. --Cessator 27. janúar 2011 kl. 22:46 (UTC)[svara]

  1. Samþykkt Samþykkt --Cessator 27. janúar 2011 kl. 22:46 (UTC)[svara]
  2. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 28. janúar 2011 kl. 01:13 (UTC)[svara]
  3. Samþykkt Samþykkt Almar 28. janúar 2011 kl. 11:35 (UTC)[svara]
  4. Samþykkt Samþykkt --Jóhann Heiðar Árnason 18. júní 2011 kl. 13:00 (UTC)[svara]

System of a Down

[breyta frumkóða]

Dagsetning: 18-12-2012
Bjarki S tilnefnir greinina System of a Down:
Þetta er tillaga um að svipta greinina gæðagreinatitli. Það er ekki vísað í eina heimild og þó að greinin sé ágæt jafn langt og hún nær, þá telst hún ekki gera efninu góð skil.

Azumanga Daioh

[breyta frumkóða]

Dagsetning: 20-12-2012
Bjarki S tilnefnir greinina Azumanga Daioh:
Þetta er tillaga um að svipta greinina gæðagreinatitli. Það er eiginlega enginn samfelldur texti í þessari grein. Þetta er varla nema meðalgrein.

Dagsetning: 20-12-2012
Bjarki S tilnefnir greinina Hokusai:
Þetta er tillaga um að svipta greinina gæðagreinatitli. Greinin er ágætlega skrifuð en miðað við greinar á öðrum tungumálum er langt í land með að það sé hægt að segja að hún geri efni sínu góð skil. Ekki er vísað til heimilda í texta, en það má svosem segja um flestar gæðagreinarnar.

Menntaskólinn Hraðbraut

[breyta frumkóða]

Dagsetning: 20-12-2012
Bjarki S tilnefnir greinina Menntaskólinn Hraðbraut:
Þetta er tillaga um að svipta greinina gæðagreinatitli.Uppsetning greinarinnar er tætingsleg. Það eru bókstaflega tugir undirkafla í henni en flestir örstuttir. Umfjöllunin er á köflum eitthvað sem ég held að eigi ekkert heima í alfræðiriti og líklega er greinin úrelt hvað varðar pólitíkina. Það hlýtur eitthvað að hafa þróast í málum þessa skóla síðan 2010.