Azumanga Daioh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Anime
Titill á frummáli あずまんが大王
Enskur titill Azumanga Daioh
Gerð Sjónvarpsþættir
Efnistök Gamanþættir, skóli
Fjöldi þátta 26 (25 mín.) / 130 (5 mín.)
Útgáfuár 2002
Lykilmenn Hiroshi Nishikiori, leikstjóri
Myndver Genco, J.C.STAFF, Imagica

Azumanga Daioh eða einfandlega Azumanga eru japanskar myndasögur (manga) sem voru færðar yfir í teiknimyndaform (anime) árið 2002.

Myndasögurnar byggjast upp á stuttum sögum sem birtust i tímaritinu Dengeki Daioh en voru síðar gefnar út sem heildstæðar bækur.

Anime-þáttaröðin var send út í 5 mínútna brotum virka daga og sem 25 mínútna heildstæðir þættir um helgar þannig að sýndir voru 130 5 mínútna þættir og 26 25 mínútna þættir í heildina.

Einnig voru framleiddar tvær stuttmyndir byggðar á þáttunum; önnur var lítið kynningarbrot sem var á geisladiski sem fylgdi með tímariti um manga og er aukaefni á diski 6 í DVD-safninu sem var gefið út af ADV Films þar sem mörgum þáttum er steypt saman í einn þannig að úr varð 5 mínútna löng stuttmynd en hin var Azumanga Web Daioh sem var upphaflega gefin út á heimasíðu sjónvarpsþáttanna og er skipuð allt öðrum raddleikurum en í upprunalegu sjónvarpsþáttunum.

Titillinn er samsetning og er frekar erfitt að þýða beint en hann inniheldur nafn tímaritsins Dengeki Daioh, sem myndasögurnar voru birtar í og nafn höfundarins, Kiyohiko Azuma. Bein þýðing á titlinum væri þá Azumanga konungurinn mikli, sem hefur ekkert með sögunni að gera.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir og myndasögurnar ganga ekki endilega út á söguþráðinn þó hann sé vissulega til staðar og fjalla um þrautir og uppákomur daglegs lífs í japönskum framhaldsskóla. Aðalpersónur þáttanna eru 6 skólastelpur og 2 kennarar en meðal mikilvægra aukapersóna eru hryllilegur sögukennari og stelpa sem virðist vera skotin í Sakaki, einni af aðalpersónunum.

Lesendur og áhorfendur fylgjast með kattaþráhyggju Sakaki, erfiðleikum Chyo-chan með að passa inn í mun eldri aldurshóp en hennar eigin og ýmsum öðrum persónulegum málum persónanna eins og sumarfríum, prófum og íþróttamótum og þó að það sé yfirleitt aðeins fylgst með hversdagslífi persónanna koma þó reglulega inn ýmis súrrealísk atriði eins og fyrsti draumur ársins hjá hverri persónu.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

4 af aðalpersónunum í Azumanga komust á lista yfir 100 mestu kvenhetjur ársins 2002 í tímaritinu Newtype. Osaka lenti í 7. sæti, Chiyo-chan 11. sæti, Sakaki 21. og Yomi í 78. sæti. Samkvæmt því voru aðalpersónur þáttanna næstvinsælustu kvenkyns persónur í japönskum teiknimyndum það árið.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

 • Chiyo Mihama eða Chiyo-chan (美浜 ちよ) — Barn með snilligáfu og var hleypt upp í framhaldsskóla þegar hún var 10 ára en er enn efst í bekknum. Hún er ótrúlega ábyrgðarfull og gáfuð miðað við börn á sínum aldri en hefur enn mörg einkennin barna og þá sérstaklega ótta.
Raddir: Tomoko Kaneda (Japanska), Jessica Boone (enska)
 • Tomo Takino (滝野 智) — Ærslafull og kappsfull en um leið kærulaus. Pirrar alla í kring um sig.
Raddir: Chieko Higuchi (Japanska), Mandy Clark (Enska)
 • Koyomi Mizuhara (水原 暦) eða Yomi— vinkona Tomo frá því í grunnskóla, er ákaflega alvarleg og hugsar stanslaust um megrun.
Raddir: Rie Tanaka (Japanska), Nancy Novotny (Enska)
 • Sakaki (榊) — hávaxin og þögul stelpa sem er hrjúf á yfirborðinu en vildi helst vera lítil og sæt (kawaii) stelpa eins og Chiyo-chan. Hún hefur ákaflega mikla þráhyggju gagnvart köttum og er mjög góð vinkona Chiyo-chan.
Raddir: Yuu Asakawa (Japanska), Christine Auten (Enska)
 • Ayumu Kasuga (春日 歩) eða Osaka (大阪) — Hún var færð um skóla frá Osaka eins og einhver myndi giska á. Hún virðist vera með athyglisbrest og virðist hugsa ákaflega hægt en það fær hana til að dreyma dagdrauma og vera alltaf annars hugar þó hún eigi mjög auðvelt með að svara erfiðum spurningum en hún er sett upp sem andstæða við staðalmyndina sem það fólk sem á heima í Osaka hefur. Mjög góð vinkona Chiyo.
Raddir: Yuki Matsuoka (Japanska), Kira Vincent-Davis (Enska)
 • Kagura (神楽) — Kemur seint inn í söguna en vingast við Sakaki vegna þess að hún er íþróttamanneskja.
Raddir: Houko Kuwashima (Japanska), Allison Sumrall (Enska)
 • Yukari Tanizaki (谷崎 ゆかり) — Hún er enskukennari en þó ekki venjulegur enskukennari heldur er hún mjög persónuleg og fer t.d. með nemendunum sínum í sumarfrí. Hún er svolítið brjáluð og ofsóknaróð og er alveg hörmulegur bílstjóri. Umsjónarbekkurinn hennar er aðal efni þáttanna og myndasagnanna.
Raddir: Akiko Hiramatsu (Japanska), Luci Christian (Enska)
 • Minamo Kurosawa (黒沢 みなも) eða NyamoÍþróttakennari. Var í skóla með Yukari og er vinkona hennar. Samband hennar og Yukari er oft borið saman við samband Yomi og Tomo.
Raddir: Aya Hisakawa (Japanska), Monica Ria (Enska)

Aukapersónur[breyta | breyta frumkóða]

 • Hr. Kimura (木村) — Perralegur sögukennari sem viðurkennir það að hann hafi orðið kennari af því að hann er hrifinn af skólastelpum. Hann er sérstaklega hrifinn af Kaorin og það fer virkilega í taugarnar á henni. Hann á konu og dóttur sem standa með honum í gegn um þykkt og þunnt þrátt fyrir þráhyggju hans gagnvart skólastelpum og virðist vera mjög góð manneskja.
Raddir: Kouji Ishii (Japanska), Andy McAvin (Enska)
 • Kaori eða Kaorin Stelpa sem þráir Sakaki kynferðislega. Á lokaári hennar færir Kimura hana yfir í sinn bekk henni til mikils ama. Sumir halda því fram að eftirnafn hennar sé Aida en eina heimildin fyrir því er úr myndasögunum og er mjög óljós. Opinberlega er eftirnafn hennar óþekkt.
Raddir: Sakura Nogawa (Japanska), Tiffany Grant (Enska)
 • Chihiro — Bekkjarfélagi Kaorin. Lítið annað er vitað um hana annað en það.
Raddir: Akane Omae (Japanska), Hilary Haag (Enska)
 • Chiyo-chichi — Furðuleg, gul vera úr draumum Sakaki sem líkist ketti og kemur oft fram.
Raddir: Norio Wakamoto (Japanska), Jason Douglas (Enska)
 • Kamineko (噛み猫) eða bítandi köttur — Sætur köttur sem Sakaki sér reglulega á leiðinni úr skólanum og þar sem hún er svona veik fyrir köttum ætlar hún að klappa honum en hann bítur hana alltaf í höndina.
 • Maya - Kötturinn hennar Sakaki. Hann elti hana heim alla leið frá Okinawa.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Í Japan[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Hljómdiskar[breyta | breyta frumkóða]

 • あずまんが大王 オリジナルサウンドトラック Vol.1 — Hljóðrás
 • あずまんが大王 オリジナルサウンドトラック Vol.2 — Hljóðrás
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.1 美浜ちよ - 世界はNEOHAPPY
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.2 榊 - 心は少女でパラシュート
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.3 春日歩 - しっかり! TRY La Lai
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.4 滝野智
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.5 神楽
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.6 水原暦
 • あずまんが大王 キャラクターCD Vol.7 谷崎ゆかり&黒沢みなも&木村先生
 • あずまんが大王 キャラクターCDシリーズVol.8 かおりん
 • Tribute to あずまんが大王
 • Tribute to「あずまんが大王」ライブ
 • TVアニメーション「あずまんが大王」ヴォーカルコレクション うたいましょ

Utan Japan[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

DVD[breyta | breyta frumkóða]

 • Azumanga Daioh - The Animation — Safnpakki
 • Azumanga Daioh Vol. 1
 • Azumanga Daioh Vol. 2
 • Azumanga Daioh Vol. 3
 • Azumanga Daioh Vol. 4
 • Azumanga Daioh Vol. 5

Hljómdiskar[breyta | breyta frumkóða]

 • Azumanga Daioh, Vol. 1 — Hljóðrás

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]