Fara í innihald

Uppbyggingarsjóður EES og Noregs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs eru fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í þeim tilgangi að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og styrkja tvíhliða samstarf við 15 ESB lönd í Mið- og Suður-Evrópu. Tilgangur sjóðanna er einnig að styrkja grundvallar evrópsk gildi svo sem lýðræði, umburðarlyndi og réttarríkið.


Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs eru byggðir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Í gegnum þann samning eru Ísland, Liechtenstein og Noregur hluti af innri markaði ESB, sem felur í sér frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks innan innri markaðarins. Í EES-samningnum eru sett fram sameiginleg markmið um samstarf við að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópu og styrkja samvinnu milli Evrópulanda.

Allt síðan EES-samningurinn tók gildi hafa Ísland, Liechtenstein og Noregur lagt af mörkum til félagslegra- og efnahagslegra framfara í ýmsum löndum inna ESB og EES. Framlögin hafa átt sér stað í gegnum Fjármagnskerfið (1994–1998), Fjármagnssjóðinn (1999–2003) og Uppbyggingarsjóði EES og Noregs (2004-2009, 2009-2014, 2014-2021). Alls hafa Ísland, Liechtenstein og Noregur lagt fram 3,3 milljarða evra í gegnum röð sjóða milli árana 1994 og 2014. Aðrir 2,8 milljarðar evra hafa verið lagðir fram á 2014 –2021 fjármögnunartímabilinu. Gjafaríkin þrjú leggja af mörkum í samræmi við stærð og verga landsframleiðslu. Þar af leiðir að Noregur leggur fram 97,7%, Ísland 1,6% og Liechtenstein 0,7% af samanlögðu fjármagni til Uppbyggingarsjóða EES og Noregs á tímabilinu 2014-2021.

Síðan 2004 hafa tvö aðskilin kerfi verið við lýði: Uppbyggingarsjóður EES og Uppbyggingarsjóður Noregs. Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af þremur gjafaríkjunum: Íslandi, Liechtenstein og Noregi; en Uppbyggingarsjóður Noregs er eingöngu fjármagnaður af Noregi.

Hæfisviðmið

[breyta | breyta frumkóða]

Hæfisviðmið Uppbyggingarsjóða EES og Noregs endurspegla viðmið Samheldnisjóðs ESB sem ætlaður er aðildarríkjum þar sem vergar þjóðartekjur á íbúa eru undir 90% af meðaltali ESB. Á fjármögnunartímabilinu 2014-2021 eru þessi lönd Búlgaría, Krótatía, Kýpur, Tékkland, Eistland, Grikkland, Ungverjaland, Lettland, Litáen, Malta, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía. Lönd sem höfðu gerst aðilar að ESB fyrir 2004 geta ekki fengið styrki úr Uppbyggingarsjóði Noregs og því fá Grikkland og Portúgal einungis styrki úr Uppbyggingarsjóði ESB.[3]

Hvernig það virkar

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrst gera ESB og gjafaríkin þrjú með sér samkomulag um heildarframlag og dreifingu fjármögnunar til viðtökuríkja. Úthlutun til landa byggir á fólksfjölda og vergri landsframleiðslu á mann, sem gerir Pólland að stærsta viðtökuríkinu og Rúmeníu að því næst stærsta. Malta er minnsta viðtökuríkið.

Þá semja Ísland, Liechtenstein og Noregur við hvert viðtökuríki um hvaða verkefnum skuli komið á fót, markmið þeirra og umfang styrkja til hvers verkefnis fyrir sig. Samningarnir byggja á landsþörf og forgangsröðun í viðtökuríkinu og möguleikum gjafaríkjanna til samvinnu. Haft er samráð við framkvæmdastjórn ESB á meðan á samningaviðræðum stendur til að koma í veg fyrir tvíverknað og til að tryggja að fjármagni sé beint þangað sem það hefur mest áhrif. Verkefni sem fjármögnuð eru af Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs verða að uppfylla reglur og staðla ESB hvað varðar mannréttindi, góða stjórnunarhætti sjálfbæra þróun og kynjajafnrétti.

Fjármagn sem sjóðir ESB og Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs veita styður hvert við annað og er yfirleitt stýrt af sama stjórnunaryfirvaldi á landsvísu. Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs fjármagna oft verkefni á sviðum þar sem ESB- eða innanlandsfjármögnun er sjaldan aðgengileg.

Hver landsmiðstöð ber ábyrgð á heildar stýringu verkefna í sínu viðtökuríki. Verkefnastjórarnir þróa og stjórna verkefnunum, oft í samvinnu við samstarfsaðila frá gjafaríki og frekari fjármögnun til verkefnanna. Verkefni eru oftast valin í kjölfar þess að verkefnastjórarnir auglýsinga eftir umsóknum.[4]

Styrking tvíhliða samvinnu

[breyta | breyta frumkóða]

Annað tveggja meginmarkmiða Uppbyggingarsjóða EES og Noregs er að auka samvinnu og tengsl milli viðtöku- og gjafaríkja. Samstarf milli aðila frá viðtökuríkjum og mótaðila á Íslandi, í Liechtenstein og í Noregi er grundvallaratriði í Uppbyggingarsjóðunum og einstakt tækifæri til að takast á við sameiginlegar evrópskar áskoranir.

Mjög er hvatt til tvíhliða samvinnu milli opinberra- og einkastofnana í gjafa- og viðtökuríkjunum. Samvinna milli fólks og stofnana á stjórnunarstigi, í stjórnmálum og í einkageiranum, innan akademíunnar og frjálsra félagasamtaka, er forsenda þess að hægt sé að styrkja tvíhliða tengsl.

Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs 2014-2021

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir tímabilið 2014-2021, hefur 2,8 milljörðum evra verið veitt til sjóðanna. Uppbyggingarsjóður EES (1,55 milljarðar evra) er fjármagnaður sameiginlega af Íslandi (3%), Liechtenstein (1%) og Noregi (96%) og stendur til boða í öllum 15 löndunum. Uppbyggingarsjóður Noregs (1,25 milljarðar evra) er eingöngu fjármagnaður af Noregi og stendur til boða í þeim 13 löndum sem gengu í ESB eftir 2003. Framlag hvers gjafaríkis byggir á vergri landsframleiðslu þeirra.

Mynd 2. Heildar úthlutun Uppbyggingarsjóðs Noregs 2014-2021
Mynd 1. Heildar úthlutun Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021

Tegundir stuðnings

[breyta | breyta frumkóða]

Þau fimm áherslusvið og 23 verkefnasvið þeim tengd sem styrkt eru á tímabilinu 2014-2021, endurspegla þær áherslur sem settar voru fram í „Evrópa 2020“ áætluninni – tíu ára áætlun Evrópusambandsins um snjallhagvöxt, sjálfbæran hagvöxt og hagvöxt fyrir alla – og 11 ESB samheldnistefnumarkmið. Markmið þeirra er að leggja til vaxtar og fjölgunar starfa, að takast á við loftslagsbreytingar og orkuhæði á sama tíma og unnið er gegn fátækt og félagslegri útilokun. Þau stuðla einnig að tvíhliða og alþjóðlegri samvinnu.

ÁS 1: Nýsköpun, rannsóknir, menntun og samkeppnishæfni

1. Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki

2. Rannsóknir

3. Menntun, námsstyrkir, námssamningar og frumkvöðlastarfsemi ungs fólks

4. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

5. Samskipti á vinnumarkaði – mannsæmandi störf


ÁS 2: Samfélagsleg þátttaka, atvinnuþátttaka ungmenna og að draga úr fátækt

6. Evrópskar lýðheilsu áskoranir

7. Þátttaka og valdefling Rómafólks

8. Börn og ungmenni í áhættuhópi

9. Þátttaka ungmenna á vinnumarkaði

10. Staðbundin þróun og að draga úr fátækt


ÁS 3: Umhverfis- og orkumál, loftslagsbreytingar og hagkerfi lítillar koltvísýringslosunar

11. Umhverfi og vistkerfi

12. Endurnýjanleg orka, orkunýtni og orkuöryggi

13. Mildun loftslagsbreytinga og aðlögun


ÁS 4: Menning, frjáls félagasamtök, góðir stjórnunarhættir og grundvallarréttindi og frelsi

14. Menningarleg frumkvöðlastarfsemi, menningararfur og menningarsamvinna

15. Frjáls félagasamtök

16. Góðir stjórnunarhættir, ábyrgar stofnanir og gagnsæi

17. Mannréttindi – innleiðing á landsvísu

ÁS 5: Innanríkis- og dómsmál

18. Alþjóðleg vernd og fólksflutningar

19. Fangelsismál og gæsluvarðhald

20. Alþjóðleg lögreglusamvinna og barátta gegn afbrotum

21. Skilvirkni og afköst dómskerfisins, efling réttarríkisins

22. Heimilis- og kynbundið ofbeldi

23. Varnir gegn og undurbúningur fyrir hamfarir

Nýr þáttur í Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs 2014-2021 er að settur var á fót sjóður fyrir atvinnuþátttöku ungmenna (65,5 milljónir evra) og  sjóður fyrir svæðisbundið samstarf (34,5 milljónir evra). Þessir sjóðir styðja evrópsk verkefni þvert á landamæri og fjölþjóðleg framtaksverkefni til að finna lausnir á sumum þeirra ögrana sem sameiginlegar eru í Evrópu.

Allar áætlanirnar sem heyra undir Uppbyggingarsjóði EES og Noregs 2014-2021 munu vera í gildi til 30. apríl 2024.

Samvinna og erlendir samstarfsaðilar

[breyta | breyta frumkóða]

Aðilar að gjafaáætlununum gegna mikilvægu hlutverki við skipulagningu og innleiðingu áætlananna, sem og við að greiða fyrir samstarfi um verkefnin. Á 2014-2021 fjármögnunartímabilinu er 21 aðili að gjafaáætlununum[óvirkur tengill] (tveir frá Íslandi, einn frá Liechtenstein og 18 frá Noregi).

Aðilar að gjafaáætlununum eru aðallega opinberir aðilar með hlutvert á sínu sviði á landsvísu og með mikla alþjóðlega reynslu. Þessir aðilar hafa verið tilnefndir af gjafaríkjunum.

Milliríkjasamtök og -aðilar gegna mikilvægu hlutverki í Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs, þar sem þau vakta hvort alþjóðlegir samningar og sáttmálar séu virtir í Evrópu. Þessi samtök veita aðstoð á sviðum tengdum mannréttindum, lýðræði og réttarríkinu. Til að tryggja að áætlanir og verkefni Uppbyggingarsjóða EES og Noregs séu í samræmi við evrópska og alþjóðlega staðla, hafa gjafaríki sett upp skipulagt samstarf við þrjá evrópska aðila, sem hafa hlutverk alþjóðlegra samstarfssamtaka á 2014-2021 fjármögnunnartímabilinu:

  • Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (FRA) tekur þátt í ýmsum verkefnum um þátttöku og grundvallarréttindi Rómafólks. Uppbyggingarsjóðirnir vinna líka með FRA við skipulagningu viðburða háttsettra aðila um grundvallarréttindi.
  • Evrópuráðið (CoE) er umfangsmesti samstarfsaðili Uppbyggingarsjóðanna og tekur þátt í ýmsum áætlunum. Ráðið veitir mikilvæga ráðgjöf sem og tæknilegt framlag á sviði mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins.
  • Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) er mikilvægur samstarfsaðili fyrir Uppbyggingarsjóðina á svið góðra stjórnunarhátta, þar sem hún tekur þátt í ýmsum áætlunum og verkefnum.

Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs 2009–2014[3]

[breyta | breyta frumkóða]

Á tímabilinu 2009-2014, var 1,8 milljarður evra lagður til sjóðanna. Uppbyggingarsjóður EES (993,5 milljarðar evra), sem er fjármagnaður sameiginlega af Íslandi (3%), Liechtenstein (1%) og Noregi (96%), stóð til boða í 16 löndum. Uppbyggingarsjóður Noregs (804,6 milljónir evra), sem er eingöngu fjármagnaður af Noregi, stóð til boða í þeim 13 löndum sem höfðu gengið í ESB eftir 2003. Spánn fékk einungis aðlögunarfjármögnun á tímabilinu 2009-2014. Eftir aðlögunartímabil árið 2013 varð Króatía aðili að ESB og EES árið 2014 og þar af leiðandi viðtökuríki framlaga úr Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs.

Tafla 1. Framlög úr Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs 2009-2014

Country Uppbyggingarsjóður EES Uppbyggingarsjóður Noregs Heildarframlag % gjaldfærð*
Búlgaría € 78 600 000 € 48 000 000 € 126 600 000 79.49%
Króatía € 5 000 000 € 4 600 000 € 9 600 000 63.33%
Kýpur € 3 850 000 € 4 000 000 € 7 850 000 96.38%
Tékkland € 61 400 000 € 70 400 000 € 131 800 000 84.13%
Eistland € 23 000 000 € 25 600 000 € 48 600 000 97.12%
Grikkland € 63 400 000 € 0 € 63 400 000 86.28%
Ungverjaland € 70 100 000 € 83 200 000 € 153 300 000 57.76%
Lettland € 34 550 000 € 38 400 000 € 72 950 000 87.66%
Litáen € 38 400 000 € 45 600 000 € 84 000 000 95.26%
Malta € 2 900 000 € 1 600 000 € 4 500 000 98.76%
Pólland € 266 900 000 € 311 200 000 € 578 100 000 91.69%
Portúgal € 57 950 000 € 0 € 57 950 000 90.51%
Rúmenía € 190 750 000 € 115 200 000 € 305 950 000 82.21%
Slóvakía € 38 350 000 € 42 400 000 € 80 750 000 79.80%
Slóvenía € 12 500 000 € 14 400 000 € 26 900 000 91.37%
Spánn € 45 850 000 € 0 € 45 850 000 89.46%
Alls € 993 500 000 € 804 600 000 € 1 798 100 000 85.11%

* Hlutfall gjaldfært af hæfum kostnaði í prósentum. Upplýsingar sóttar 5. september 2019 og geta breyst.

Heimild: End Review of the EEA and Norway Grants 2009-2014, rapid assessment: final report, mars 2019. (Lokaúttekt á Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs 2009-2014, flýtimat: lokaskýrsla.)

Tegundir stuðnings

[breyta | breyta frumkóða]

Á tímabilinu 2009-2014 veittu Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs styrki á níu áherslusviðum og 32 verkefnasviðum, eins og fram kemur í Töflu 2. Upphæð styrkja eftir áherslusviðum sést á myndinni hér að neðan.

Mund 3. Úthlutun styrkja eftir áherslusviðum

Tafla 2. Áherslusvið og verkefnasvið Uppbyggingarsjóða EES og Noregs 2009-2014

Uppbyggingarsjóður EES Uppbyggingarsjóður Noregs
Umhverfisvernd og -stjórnun

Samþætt stjórnun sjávar og vatna

Líffræðilegur fjölbreytileiki og vistkerfisþjónusta

Umhverfisvöktun og samþætt áætlanagerð og stjórnun Samdráttur í hættulegum efnum

Föngun og geymsla koltvísýringsFöngun og geymsla koltvísýrings
Loftslagsbreytingar og endurnýjanlegir orkugjafar

Orkunýtni

Endurnýjanleg orka

Aðlögun að loftslagsbreytingum

Sjávarútvegur Rannsóknir og tækni tengd umhverfi og loftslagsbreytingum

Nýsköpun í grænum iðnaðiNýsköpun í grænum iðnaði
Borgaralegt samfélagStyrkir til frjálsra félagasamtaka Mannsæmandi störf og þríhliða viðræðurHeildarsjóður fyrir mannsæmandi störf og þríhliða viðræður
Innanríkis- og dómsmál

Heimilis- og kynbundið ofbeldi

Schengensamstarf og barátta gegn skipulagðri glæpastarfsemi þvert á landamæri, þar á meðal mansali og farandglæpasamtökum

Færniuppbygging og samstarf á sviði dómstóla

Fangelsismál, þ.m.t. utan fangelsa Innanríkis- og dómsmál

Mannleg og félagsleg þróun

Börn og ungmenni í áhættuhópi

Stað- og svæðisbundnar aðgerðir til að draga úr ójöfnuði á landsvísu og efla félagslega þátttöku

Lýðheilsuverkefni

Samþætting kynjajafnréttis og efling jafnvægis milli vinnu og einkalífs Stofnanarammi á sviði málefna hælisleitenda og innflytjenda

Mannleg og félagsleg þróun

Færniuppbygging og stofnanasamstarf milli viðtökuríkja og opinberra stofnana og héraðs- og landsyfirvalda í Noregi

Samvinna þvert á landamæri

Samþætting kynjajafnréttis og efling jafnvægis milli vinnu og einkalífs

Verndun menningararfs

Varðveisla og enduruppbygging menningar- og náttúarfleifðar Efling fjölbreytni í menningu og listum innan evrópsks menningararfs

Rannsóknir og námsstyrkir

Rannsóknir á áherslusviðum Námsstyrkir

Rannsóknir og námsstyrkir

Tvíhliða rannsóknarsamstarf Tvíhliða áætlanir um námsstyrki

Heimild: Blue Book 2009-2014

Samvinna í gegnum tvíhliða áætlanir og verkefni er vettvangur til að skiptast á þekkingu, læra um bestu starfsvenjur og til að þróa sameiginlega stefnu. 23 aðilar að gjafaáætlununum Geymt 3 febrúar 2020 í Wayback Machine tóku þátt á fjármögnunartímabilinu 2009-2014 (20 frá Noregi, tveir frá Íslandi og einn frá Liechtenstein). Auk þess er Evrópuráðið talið sem aðili að gjafaáætlunum í ýmsum áætlunum.

Meira en 30% af þeim 7.000 verkefnum sem fjármögnuð voru á þessu tímabili voru með virkan aðila að gjafaáætluninni. Það voru nærri 1.000 aðilar frá gjafaríkjunum (185 frá Íslandi, 11 frá Liechtenstein og 780 frá Noregi).

Niðurstöður

[breyta | breyta frumkóða]

Lokaúttekt á Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs 2009-2014 varpar ljósi á stuðning Uppbyggingarsjóðanna í 16 ESB löndum. Eftirfarandi sjálfstæðar úttektir og möt hafa verið gerð á 2009-2014 fjármögnunartímabilinu:


Í gagnagátt um árangur Uppbyggingarsjóða EES og Noregs má finna frekari upplýsingar um áætlanirnar og verkefnin sem voru fjármögnuð á tímabilinu 2009-2014.

Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs 2004–2009[2]

[breyta | breyta frumkóða]

Með stækkun ESB árið 2004 voru tíu ný lönd – Kýpur, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litáen, Malta, Pólland, Slóvakía og Slóvenía – ekki einungis aðilar að ESB, heldur líka evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Stækkunin kallaði á umtalsverða aukningu á framlögum til evrópskrar samheldni. Flest nýju aðildarríkjanna voru álitin fyrir neðan meðaltal ESB hvað varðaði félagslega og efnahagslega þróun.

Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs lögðu fram 1,3 milljarða evra fyrir tímabilið 2004-2009. Uppbyggingarsjóður EES (672 milljónir evra) studdi 15 viðtökuríki í Mið- og Suður-Evrópu. Uppbyggingarsjóður Noregs veitti viðbótar 567 milljónum evra til tíu landa sem gengu í ESB árið 2004.

Til viðbótar við þessa tvo sjóði veitti Noregur 68 milljónum evra í gegnum tvíhliðasamstarfsáætlanir við Búlgaríu og Rúmeníu, þegar þau tvö lönd gengu í ESB árið 2007.

Noregur, sem stærsta gjafaríkið, lagði til nær 97% af heildarstyrkjum á tímabilinu 2004-2009.

Tegundir stuðnings

[breyta | breyta frumkóða]

Frá 2004 til 2009, var 1.250 verkefnum veittur fjárhagslegur stuðningur í gegnum Fjármagnskerfi EES og Noregs. Þessi verkefni voru á eftirfarandi sviðum:

  • Umhverfi og sjálfbær þróun
  • Verndun evrópsks menningararfs
  • Frjáls félagasamtök
  • Schengen og dómskerfið
  • Heilsa og umönnun barna
  • Færniuppbygging meðal stofnana og mannauðsþróun
  • Akademískar rannsóknir og námsstyrkir
  • Svæðisbundið samstarf og samstarf þvert á landamæri
  • Færniuppbygging meðal stofnana

Meira en eitt af hverjum fimm verkefnum sem fengu stuðning, voru samvinnuverkefni milli aðila í viðtökuríkjunum og Íslands, Liechtenstein eða Noregs.

Niðurstöður

[breyta | breyta frumkóða]

Í lokamat á Uppbyggingarsjóðum EES og Noregs 2004-2009 er komist að þeirri niðurstöðu að „Uppbyggingarsjóðir EES og Noregs 2004-2009 hafa lagt af mörkum til að draga úr ójöfnuði innan Evrópu […] og staðbundinn ávinningur hefur verið umtalsverður“ (Lokaskýrsla, Norrænn ráðgjafarhópur, janúar 2012).

Eftirfarandi sjálfstæðar úttektir og samantektir hafa verið gerðar á 2004-2009 fjármögnunartímabilinu:

Fjármagnssjóður 1999–2003[2]

[breyta | breyta frumkóða]

Á tímabilinu 1999–2003, fengu Grikkland, Írland, Norður Írland, Portúgal og Spánn 119,6 milljónir evra frá EES EFTA ríkjunum (Íslandi, Liechtenstein og Noregi). Studd voru verkefni á svið umhverfisverndar, þéttbýlisendurnýjunar, mengunar í þéttbýli, verndunar menningararfs, samgangna, menntunar og þjálfunar og akademískra rannsókna. Um 93% fjármögnunarinnar fór til verkefna sem tengdust umhverfisvernd.

Hér má hlaða niður lokaskýrslu um Fjármagnssjóðinn 1999-2003.

Fjármagnskerfið 1994–1998[2]

[breyta | breyta frumkóða]

Fjármagnskerfið 1994-1998 náði til Grikklands, Írlands, Norður Írlands, Portúgals og Spánar. Studd voru verkefni á sviðið umhverfisverndar, menntunar og þjálfunar og samgangna. Til viðbótar við þær 500 milljónir evra sem veitt var í verkefnastyrki, var vaxtaafsláttur veittur af lánum að upphæð 1,5 milljarðar evra í Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB).

Finnland, Svíþjóð og Austurríki, sem voru aðilar að EFTA allt til 1994, yfirgáfu samtökin til að ganga til liðs við ESB. Framkvæmdastjórn ESB tók yfir skuldbindingar til framlaga af hálfu þessara þriggja ríkja til Fjármagnskerfisins 1994-1998.

Hér má hlaða niður lokaskýrslu um Fjármagnskerfið 1994-1998.

Aðrir tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Affairs, Ministry of Foreign (7. apríl 2015). „The European Economic Area Agreement“. Government.no (bresk enska). Sótt 26. mars 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „History | EEA Grants“. eeagrants.org. Sótt 26. mars 2020.
  3. 3,0 3,1 regjeringen.no (5. febrúar 2020). „Which countries benefit?“. Government.no (bresk enska). Sótt 26. mars 2020.
  4. regjeringen.no (5. febrúar 2020). „About the EEA and Norway Grants“. Government.no (bresk enska). Sótt 26. mars 2020.