Túnsúra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Túnsúra
Rumex acetosa cultivar 01.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Súrur (Rumex)
Tegund: Túnsúra
Tvínefni
Rumex acetosa
L.

Túnsúra (fræðiheiti: Rumex acetosa) er fjölær jurt sem vex víða í Evrópu og er sums staðar ræktuð vegna blaðanna sem grænmeti. Túnsúra er meðalhá planta með gáraðan stöngul. Hún blómgast í maí-júní. Hún er algeng á Íslandi og vex upp í 800-900 m hæð.

Túnsúra er stundum ranglega nefnd hundasúra, en um er að ræða aðra skylda tegund. Túnsúra þekkist best frá hundasúru á blaðlögun, hornin neðst á blöðkunni vísa niður en eru ekki útstæð eins og á hundasúru. Í túnsúru er oxalsýra. Sýran ver túnsúru fyrir sniglum og öðrum meindýrum en búfénaður sækir í að éta hana. Hún var líka kölluð lambasúra eða lambablaðka. Túnsúra fannst fyrst í Surtsey árið 1991.[1]

Blóm túnsúrunnar

Sem nytjajurt[breyta | breyta frumkóða]

Sem lækningajurt er túnsúra er talin góð við bjúg, örva og styrkja lifrina og góð við lystarleysi, hægðatregðu og gyllinæð.

Víða í Evrópu er túnsúra notuð í matargerð, m.a. í súpur, sósur og salöt. Hún er uppistaðan í súrusúpu sem þekkist í hvítrússnenskri, einstnenskri, lettnenskri, litháskri, rúmenskri, pólskri, rússnenskri og úkraínskri matargerð. Súrusúpa hefur einnig verið borðuð á Íslandi, en þá með hundasúrum, njóla eða rabarbarablöðum.[2]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/73842/
  2. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1070885/