Túnsúra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Túnsúra
Rumex acetosa cultivar 01.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Súrur (Rumex)
Tegund: Túnsúra
Tvínefni
Rumex acetosa
L.

Túnsúra (fræðiheiti: Rumex acetosa) er fjölær jurt sem vex víða í Evrópu og er sums staðar ræktuð vegna blaðanna sem grænmeti. Túnsúra er meðalhá planta með gáraðan stöngul. Hún blómgast í maí-júní. Hún er algeng á Íslandi og vex upp í 800-900 m hæð.

Túnsúra er stundum ranglega nefnd hundasúra, en um er að ræða aðra skylda tegund. Túnsúra þekkist best frá hundasúru á blaðlögun, hornin neðst á blöðkunni vísa niður en eru ekki útstæð eins og á hundasúru. Í túnsúru er oxalsýra. Sýran ver túnsúru fyrir sniglum og öðrum meindýrum en búfénaður sækir í að éta hana. Hún var líka kölluð lambasúra eða lambablaðka.

Blóm túnsúrunnar

Sem lækningajurt[breyta | breyta frumkóða]

Túnsúra er talin góð við bjúg, örva og styrkja lifrina og góð við lystarleysi, hægðatregðu og gyllinæð.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.