Fara í innihald

Hundasúra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hundasúra

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophylales)
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Súrur (Rumex)
Tegund:
R. acetosella

Tvínefni
Rumex acetosella
L.

Hundasúra[1] (fræðiheiti: Rumex acetosella)[1] er fjölær jurt af súruætt.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Hún er með uppréttan stöngul og er rauðleit á lit og greinist efst og getur náð 0,5 metra hæð. Laufblöð eru örvalöguð, um 2 sentimetrar að lengd. Hún blómgast frá mars til nóvember og eru gulgræn (karlblóm) eða rauðleit (kvenblóm) blóm á mismunandi jurtum frá sama jarðstöngli en aldin eru rauð.

Hundasúru er oft ruglað saman við túnsúru en um er að ræða aðra skylda tegund. Túnsúra þekkist best frá hundasúru á blaðlögun, Hornin neðst á blöðkunni vísa niður en eru ekki útstæð eins og á hundasúru.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hundasúra er algeng víðast á norðurhveli jarðar og er oft ein fyrsta jurt til að breiðast út í röskuðum svæðum eins og yfirgefnum námasvæðum, sérstaklega ef jarðvegurinn er súr. Jurtin er vel æt en er ekki mjög næringarrík sem beitarjurt og inniheldur oxalsýru sem veldur eitrunaráhrifum ef hún er bitin í miklu magni.

Almennt[breyta | breyta frumkóða]

Víða er litið á hundasúru sem illgresi sem erfitt er að halda í skefjum. Hundasúra þrífst við sams konar aðstæður og bláber. Bændur líta oft á hundasúrur sem merki um að það þurfi að bera kalk á land. Hundasúra er notuð til að bragðbæta mat og sem grænmeti. Hún hefur einnig verið notuð sem landgræðslujurt til að binda jarðveg á ofbeittum svæðum.

Sem læknisjurt[breyta | breyta frumkóða]

Hún er ein jurta í náttúrulækninga jurtablöndunni Essiac. Vegna áhrifanna sem Essiac var sagt hafa á krabbamein framkvæmdu þrjár bandarískar stofnanir; Bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitið,[2] National Cancer Institute[3] og American Cancer Society,[4] rannsóknir á Essiac og komust að því að það hafði engin áhrif á krabbamein.

Samlífi[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[5] meðal annars á hundasúru.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Orðið „hundasúra“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „hundasúra“enska: sheep's sorrellatína: Rumex acetosella
  2. „187 Fake Cancer "Cures" Consumers Should Avoid“. Guidance, Compliance & Regulatory Information. USFDA. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 júlí 2017. Sótt 24. maí 2011.
  3. „Patient Information: Essiac/Flor Essence“. National Cancer Institute. 21. júlí 2010. Sótt 5. júlí 2011.
  4. „Essiac tea“. American Cancer Society - Complementary and Alternative Medicine. American Cancer Society. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 febrúar 2015. Sótt 24. maí 2011.
  5. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  6. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu