Fara í innihald

Verbúð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verbúð var á árabátaöld bústaður sem skipshafnir bjuggu í á meðan á vertíð stóð. Þegar vertíð hófst komu vermenn til búðanna sem oft voru á verstöðvum þar sem margir bátar réru út. Vermenn voru oft marga daga á leið í búðirnar. Verbúðir voru oftast þannig að það voru tóftir sem tjaldað var yfir.

Yfirleitt rúmuðu verbúðir eina skipshöfn. Veggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti, sperrur voru í loft sem annars var úr torfi. Meðfram veggjum voru bálkar hlaðnir úr grjóti og sváfu vermenn þar, oftast tveir og tveir saman. Á Stokkseyri er varðveitt gömul verbúð Þuríðarbúð sem er dæmigerð fyrir sunnlenskar verbúðir, en sú búð mun hafa rúmað skipshöfn af áttæringi.

Verbúð getur einnig átt við húsnæði farandverkafólks í fiskvinnslu, oft húsnæði sem er í eigu útgerðar.

Saga sjávarútvegs á Íslandi, I. bindi Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine