Fara í innihald

Samtökin '78

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samtökin '78
Stofnað 9. maí 1978; fyrir 46 árum (1978-05-09)
Forseti Bjarndís Helga Tómasdóttir
Varaforseti Kristmundur Pétursson
Heimilisfang Suðurgata 3, 101 Reykjavík
Netfang skrifstofa@samtokin78.is
Vefsíða www.samtokin78.is

Samtökin '78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Samtökin '78 voru stofnuð þann 9.maí árið 1978 í Reykjavík. Hörður Torfason var meginaflið bakvið stofnun félagsins en hann boðaði sjálfur stofnfundinn í maí 1978. Að honum meðtöldum sátu alls 12 karlmenn stofnfund félagsins þ.á m. Heimir Guðmundsson, Þórhallur Tryggvason og Guðni Baldursson.[1] Guðni Baldursson var kjörinn fyrsti formaður Samtakanna '78 á fundinum og gegndi hann því embætti á árunum 1978–1986.[2]

Hagsmunafélög

[breyta | breyta frumkóða]

Mörg önnur hinsegin félagasamtök eiga aðild að Samtökunum '78 og má þess vegna kalla félagið regnhlífarsamtök fyrir önnur félagasamtök sem tengjast hinsegin baráttu, menningu og starfi. Hagsmunafélögin eru 12 talsins og eru þau öll sjálfstætt starfandi.[3]

Þjónusta og innra starf

[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin '78 bjóða upp á fræðslu um hinseginleika. Fræðarar Samtakanna ’78 er hópur af þjálfuðu starfsfólki og verktökum. Fræðslan styður að upplýstri umræði og þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Samtökin '78 bjóða upp á fjölbreytta fræðslu fyrir öll skólastig, kennara, heilbrigðisstarfsfólk og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að um 15.500 manns hafi hlotið fræðslu frá Samtökunum' 78 árið 2023[4]

Samtökin '78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þess. Ráðgjafar félagsins eru allir fagmenntaðir og bjóða þeir m.a. upp á félagsráðgjöf, sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf.[5] Árið 2023 voru 1662 ráðgjafatímar hjá Samtökunum '78.

Stuðningshópar

[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin '78 bjóða upp á ýmsa stuðningshópa fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þar sem fólk getur komið og deilt reynslu og ráðum á meðal jafningja. Stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna '78[6]

Formenn Samtakanna '78

[breyta | breyta frumkóða]

Formenn samtakanna frá upphafi eru:

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. „Þrjátíu Ára Stríðið“. Afmælisrit Samtakanna '78. Samtökin '78, 2008: 26-27. .
  2. https://gayiceland.is/2017/gudni-baldursson-memoriam/
  3. „Hagsmunafélög“. Samtökin '78. Sótt 11. apríl 2019.
  4. „Ársskýrsla Samtakanna '78 2023-2024“ (PDF). 2024.
  5. „Um ráðgjöfina“. Samtökin '78. Sótt 11. apríl 2019.
  6. „Stuðningshópar“. Samtökin '78. Sótt 20. febrúar 2023.